Ekkert vitað um áhrif bólusetningar

Ég hef ákveðið að fara ekki í bólusetningu gegn svínaflensu. Ástæðan er sú að mér hefur ekki verið sýnt fram á að flensan sé skeinuhættari en aðrar inflúensur. Í Svíþjóð er talið að jafnmargir hafi látist úr veikindum sem telja má til eftirkasta bólusetningar eins og úr flensunni sjálfri. Látnir í báðum tilfellum eru sjúklingar í áhættuhópi með undirliggjandi sjúkdóma, og eru því veilir fyrir.

Samkvæmt mínum upplýsingum af rannsóknarstofu sjúkrahúss í Munchen hvar tengdafaðir minn starfar, þá eru yfirgnæfandi líkur á að um manngerða inflúensu sé að ræða. Sem ætti ekki að koma neinum á óvart sem lesið hafa um svínaflensuna í erlendum fjölmiðlum. Bóluefnið hafa félagarnir á rannsóknarstofunni einnig rannsakað í þaula, og telja það ekki innihalda neitt það sem hættulegt getur talist umfram önnur bóluefni - utan það að geta valdið veikindum sem eru ekki stórt vandamál fyrir heilsuhraust fólk.

Undarlegast er hversu íslenska landlæknisembættið hefur beitt sér harkalega í að sem allra flestir skulu verða bólusettir gegn flensunni - rétt eins og sjálfur Svartidauði væru mættur á svæðið. Embættið hefur markvisst gert lítið úr efasemda- og gagnrýnisröddum á bólusetninguna - án þess að hafa nokkuð í höndunum sem styður málstaðinn. Málið er að ÞAÐ ER EKKI VITAÐ. Embættið hefur ekki getað stutt sig við nein töluleg gögn í málflutningi sínum - að eins flutt harða skoðun. Svona eins og til að réttlæta innkaup mörghundruðmilljón króna bólusetningarskammti.

 ....en já ég ætla semsagt að taka áhættuna á að fá flensu í nokkra daga, frekar en að verða veikur af bólusetningu í nokkra daga. Enda er ég nokkuð heilsuhraustur og þarf ekki að hafa stórar áhyggjur.


mbl.is Um 6000 bólusettir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geturðu vitnað í heimildir með það sem þú segir um tilfellin í Svíþjóð, að menn hafi látist vegna bólusetningar þar?

Nefnir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: SeeingRed

Svárnir eru eitthvað að þumbast við að viðurkenna ekki að dauðsföllin megi rekja til bólusetningarinnar...en það er nú bara regla frekar en undantekning að slíkt sé ekki viðurkennt fyrr en í fulla hnefana...þannig að eflaust verður það seint ef nokkurntíman staðfest eins og venjulega.

SeeingRed, 23.11.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Hér er linkurinn hvar ég las um þetta Svíamál. http://www.taz.de/1/zukunft/wissen/artikel/1/vier-tote-nach

Einar Ben Þorsteinsson, 23.11.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 8490

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband