Að sjálfsögðu

Við getum fagnað þessu. Loksins! Nú hættum við hinir sem borgum skatt að borga með sjómönnum. Sjómenn geta þá komið þessari kjaraskerðingu inn í sína kjarasamninga eins og við hin. Við eigum ekki að þurfa að niðurgreiða laun sjómanna fyrir útgerðarmenn. Takk fyrir þetta Steingrímur.
mbl.is Boðar afnám sjómannaafsláttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála. Hetjur hafsins eru ekki til ekk frekar en hetjur sjúkrahúsanna.

Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 12:06

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sjómenn eru að niðurgreiða heilbrigðiskerfið því þeir hafa ekki aðgang að því mánuðum saman!

Sjómenn hafa meira að segja takmarkaðan aðgang að sjúkraflutningum ef þeir slasast.  Þyrlan er ekki kölluð út nema í verstu tilfellum!  Menn sem misst hafa fingur hafa þurft að ferðast í 14 klukkutíma!

Svo má geta þess að þetta snertir mest sjómenn sem lægst hafa launin.  Það er einkennileg sanngirni að ráðast að þeim sem lægst hafa launin.

Þið eru ekki að borga með sjómönnum.  Sjómenn borga líka skatta.

Afurðaverð erlendis hefur einnig lækkað svo það hefur vegið upp á móti lækkun krónunnar.  Lækkun krónunar þýðir því ekki endilega hærri laun til sjómanna.

Ég mæli með því að þið prófið sjómennsku.  Þá skiljið þið um hvað þetta snýst.

Lúðvík Júlíusson, 27.11.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Sæll Lúðvík og takk fyrir commentið.

Þetta snýst ekki um að "skilja" sjómenn betur og störf þeirra. Ég veit hversu mikilvægir sjómenn eru fyrir land og þjóð. Ég er þér sammála um að öryggismál sjómanna mættu vera betri. Hver er tildæmis skynsemin í því að þyrlu er aðeins hægt að panta frá einum stað á landinu - sem lengir viðbragðstíma.

Það er og verður afskræming á skattamálum greinarinnar að reyna að tengja í orðræðu saman heilbrigðiskerfi, þyrluþjónustu landhelgisgæslunnar og sjómannaafslátt sem var bein afleiðing af ríkisafskiptum í sáttasamningum sjómanna og útvegsmanna.

Og víst hef ég migið í saltan sjó.

(finnst þér þá að þeir sem ferðast mikið erlendis eigi borga lægri skatta þar sem nýta ekki aðgang að heilbrigðiskerfinu þann tíma sem þeir eru í burtu?

Einar Ben Þorsteinsson, 27.11.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Einar,

þeir sem eru erlendis hafa aðgang að heilbrigðiskerfi erlendis.

Lúðvík Júlíusson, 27.11.2009 kl. 22:52

5 identicon

Finnur ert þú einhver uppgjafa sjómaður eða?? mér sýnist á skrifum þinum að þú gangir nu bara alls ekki heill til heislu...þvi þú gefur i skyn að fólkið sem þú ættir mest að treita á til að koma landinu a réttan kjöl eru ekkert annað einhverar skúringakerlingar...þú ættir að líta nær þér eindregið!!! Bloggeignadi góður ég held að þú ættir að kynna þér þessi mál öll saman betur þþví eina sem þú hefur skrifað hérna er eithvað rugl...og það má nú þannig séð lýsa að ef þú hefur einhverntiman migið i saltan sjó þá hefur það greinilega verið af einhveri brygjuni!!

Hoddi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:01

6 Smámynd: a

ef ég má bæta við líka.

oftar en ekki þá hefur þyrlan neitað að koma og sækja sjómenn þegar þeir hafa slasast alvarlega, veit ég um tilfelli þess að sjómaður hafi misst framan af putta, misst putta. þurft hafi að sigla með slasaðann mann í land höfuðkúpubrotinn því að það taldist ekki nógu alvarlegt til að sækja hann..

í millitíðinni er flogið með forsentann á sjúkrahús því að hann fékk kvef og skutlast uppá fjall að ná í túrista sem snéri sig og flogið um til að bjarga einhverjum hrossum sem einhver týndi og fylgst með vegunum.

greinileg hver forgangsröðin er. ( http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=99257 ) mæli með að lesa þennan link

 og veit ég nú ekki betur en það að við sjómenn séum að borga sama skatt og allir hinir ef ekki bara meiri ef eithvað er (þ.e.a. eftir að breytingar á hátekjuskattinum koma inn) og líka þegar hátekjuskatturinn var á áður þar sem einstaklingar greiddu 10% aukalega ofan á allar tekjur yfir ákveðnum viðmiðunarmörkum. 

horfðu líka á það að ef að þú myndir vinna með sama álagi og sjómenn gera í landi myndiru sætta þig við það?

ræstur kl 05:45 að morgni fengir þér að éta og færir að vinna kl 06:30 þú ert að vinna til 12:30 og þegar það er búið fengiru að borða og ef þannig stendur til að það sé mikið að gera ferðu inn að borða og færð hálftíma í það og ferð svo afur að vinna í 3 tíma. 

þegar þú kemur inn þá ferðu að leggja þig og færð að leggja þig til 17:45 þá ertu ræstur í mat aftur og byrjar ballið uppá nýtt.. svona gengur þetta alla daga.

hversu há heldur þú að tímalaun sjómanns sé meðal sjómanns?

meðal tekjur sjómanns eru á milli 600.000-1.000.000 og reiknaðu svo.

heyrðu já ég gleymdi að telja eitt með.

ef þú ert að vinna á stað sem er nýbúið að byggja þá þarftu að sætta þig við lægri laun en hinir því að þú þarft að borga með eigendunum í kostnaði við að kaupa nýja staðinn, og í ofanálagt eru tekin um 30% af heildartekjunum þínum í að borga olíu sem fer í að halda vinnustaðnum þínum í gangi.

þannig að ekki voga þér að halda því fram að sjómenn hafi það eithvað gott

þeir dagar sem ég hef verið á sjó og eru þeir nú þónokkrir, þá daga hef ég saknað konu og barna uppá hvern einn og einasta þeirra. ef mig langaðí að tala við konuna mína kostaði það mig um 120+kr á mínutuna, sæi ég það fyrir mér að þú myndir sætta þig við þetta.

þú segir kannski núna að við veljum þetta starf sjálfir og það er mikið rétt hjá þér...

sumir okkar hafa bara ekki um annað að velja.

ég hef lesið mikið af þessum bloggum sem menn eru að skrifa um þetta og mér verður bara illt af því að sjá hversu margir eru tilbúnir í að rakka sjómenn niður, en það sem ég tek einnig eftir er einn tónn í þessum skrifum öllum saman. og sá tónn er, öfund, það er eithvað sem ég get ekki skilið ég tel þetta hlutskipti ekki vera þess virði öfundast yfir. 

öfund sem kemur þarna inní spilið kemur útfrá óvönduðum fréttaflutningi um einhver ofurlaun á skipum. og bara ykkur að segja þá á mínum árum á sjó þá hef ég ekki farið oft yfir  7 stafa töluna í launum, get ég talið það á fingrum annarar handar held ég barasta, þó svo að eitt og eitt skip í dag nái í góða mánuði þá er það blásið upp í fréttum.

ég hef sjálfur verið megnið af mínum tíma á sjó á stórum og góðum skipum og auðvitað koma svona mánuðir eitt og eitt skipti, en það er bara lottó hvort þú nærð þeim eða ekki..

það má vel vera að þessi skrif mín séu sundurlaus en ég er bara svo sleginn yfir því hvernig fólk kemur fram við sjómenn, nær væri að menn stæðu að baki sjómönnum eins og  Lúðvík hérna á undan mér er að gera.

a, 28.11.2009 kl. 11:31

7 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Sæll a.

 Það hefur verið staðfest hér að þetta er mikið tilfinningamál. Sjómennskan er sannarlega ekkert grín og um erfitt starf að ræða, enda eru það fáir dugnaðarforkar sem halda þetta út.

Ég held mig hins vegar við mína skoðun. Bág borin kjör sjómanna er meðal annars vegna gífurlegra skulda útvegsmanna, sem bera stórbrotna vexti. Sjómenn ættu að berjast fyrir breyttu umhverfi hvað varðar kaup, kjör og sóknarstýringu í auðlindina sem sjómenn uppgötvuðu og fengu þekkingu á.

Ég er þér sérstaklega sammála um þyrlumálin - gera þarf gangskör í öryggismálum sjómanna. Ef til vill ættu LíÚ og sjómannasambandið að taka höndum saman í þessu máli og koma fram í einingu gagnvart ríkisvaldinu. Þetta er einfaldlega annað mál, og tengist ekki skattheimtu með neinum hætti.

 Lúðvík, þú hefur enn ekki fært rök fyrir máli þínu - hefur einungis talað um heilbrigðismál og um hverjir hafa misst hland í saltvatn - mér sýnist heldur ekki á klæðaburði þínum

Einar Ben Þorsteinsson, 28.11.2009 kl. 19:05

8 Smámynd: a

takk fyrir einar.

það hefur verið þannig undanfarið þegar sjómenn skella sér í kjarabaráttu  á hefur verið sett lögbann á verkföll sjómanna þar sem of stórir hagsmunir eru í húfi... og nýjir samningar þvingaðir uppá sjómenn.

svo ég vitni í grein um verkfall sjómanna 2001.

"Vegna yfirgnæfandi þjóðhagslegrar þýðingar þessarar atvinnugreinar hefur það illu heilli vofað yfir, að stjórnvöld kynnu að grípa inn í deiluna, ef öllum málsaðilum tækist ekki að leiða hana til lykta"

"Nú hefur á ný komið til lagasetningar til að binda enda á kjaradeilu á fiskiskipaflotanum"

og hér er svo fyrsta grein laganna

Verkföll Sjómannafélags Eyjafjarðar og aðildarfélaga Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, auk verkbanna aðildarfélaga Landssambands íslenskra útvegsmanna gagnvart aðildarfélögum í Alþýðusambandi Vestfjarða og aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands, svo og verkföll og verkbönn og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða, eru óheimil frá gildistöku laganna og á gildistíma ákvarðana gerðardóms skv. 2. og 3. gr. Þó er aðilum heimilt að semja um slíkar breytingar en eigi má knýja þær fram með vinnustöðvun.

þannig að þarna sérðu hvernig það hefur farið þegar við sjómenn höfum reynt að rísa upp gegn þessu öllu saman.

 mér finnst það virkilega fáránlegt að verið sé vegið að sjómönnum á þennan hátt meðan þessir banka jarlar og fleiri "góðir" menn sitja að sínum milljörðum og hlæja að okkur.. nær væri að ganga að þeim og fá peningana til baka í ríkiskassann með því að ná í peningana sem við eigum hjá þeim því að þeir hafa rænt okkur gegnum tíðina og það með sanni sagt...

a, 28.11.2009 kl. 21:20

9 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Einar, þú virðist ekki hafa klárað skrifin til mín.

Þú segir hið opinbera borga með sjómönnum, þú veist mætavel að það er ekki svo nema í tilfellum þeirra tekjulægstu.  En það á líka við um tekjuháa sjómenn, þeir borga með því launafólki í landi sem nýtur skattaafsláttar.

Hægt er að líta á sjómannaafsláttinn sem bætur fyrir skertan aðgang sjómanna að þeim hlutum sem fólk á landi hefur greiðan aðgang að.

Það er hlutur af kjörum sjómanna.  Ef taka a sjómannaafsláttinn af þá þarf auðvitað að endurskilgreina hvað séu mannréttindi og auka þjónustu og kostnað vegna þjónustunnar.  Það er spurning hvort það verði einhver sparnaður þá eftir allt.

En svona til gaman þá mun sjómaður sem fer 8 túra á ári og fær 250 þúsund fyrir túrinn borgar 11,5% hærri skatta eftir breytinguna, sjómaður sem fær 1 milljón fyrir túrinn borgar 3% hærri skatta eftir breytinguna og sjómaðurinn sem fær 2 milljónir fyrir túrinn borgar 1,5% hærri skatta eftir breytinguna.

Ef það er sanngjarnt að skattar á þá tekjulægstu hækki mest þá er þetta kannski ekki spurning um sanngirni, jafnaðarmennsku eða skynsemi heldur um hugmyndafræði og þegar komið er út í þá umræðu þá verða menn aldrei sammála.

Ef sú hugmyndafræði sigrar að láta tekjulága verða fyrir mestri kjaraskerðingu þá verður það bara að vera svoleiðis.

Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 00:35

10 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Sæll Lúðvík,

hef aldrei sagt að hið opinbera borgi með sjómönnum. Hef hins vegar sagt að skattaívilnanir borga niður kostnað útgerðarinnar - þ.e. launakostnað. Skattaívalnanir leiða þannig til þess að atvinnugrein með meiri framlegð en aðrar atvinnugreinar fær meiri meðgjöf en á þarf að halda. Útgerðarmenn verða bara að taka upp veskið. Það er einfalt mál. Útgerðarmenn verða að dekka þetta. Ekki við sem stundum aðrar atvinnugreinar.

Þessi rök þín um skertan aðgang eru athyglisverð. Í raun ekkert sem styður við þau. Börn og konur sjómanna njóta t.d. fullrar þjónustu í landi - o.s.fr.v.

(þeir sem hafa ekki bílpróf, eiga þeir að borga lægri skatta af því þeir nota ekki vegi?)

Þú ert enn og aftur afskræma málið. Útgerðarmenn eiga að taka upp veskið og bæta upp þann sjómannaafslátt sem verið til staðar handa sjómönnum.

mbk

Einar.

Einar Ben Þorsteinsson, 29.11.2009 kl. 12:03

11 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Einar minn,

þó að fjölskyldan noti þjónustuna þá nota sjómenn hana ekki.  Þú segir það sjálfur, þannig að rök mín halda.

Bensínskattar og vsk á eldsneyti eru skattar sem fólk sem ekki hefur bílapróf greiðir ekki.  Þannig að þessi rök þín halda ekki.

Þú segir að útgerðarmenn eigi að taka upp veskið og greiða mismuninn. Ef það á að afnema sjómannaafsláttinn þá á það að vera samningsatriði á milli útgerðar og ríkisins en ekki ríkisins og sjómanna.

Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 12:37

12 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta er tilfinningamál það er augljóst.  En það á ekki að blanda saman sjómannaaflsætti og öðrum þáttum þessa máls.

Sjómannaafslátturinn er óréttlátur, punktur.

Það er líka þátttaka sjómanna í olíukostnaði skipa en það er óskyld mál.

Það er líka ósanngjarnt að íbúar á Raufarhöfn og Borgarfirði Eystri hafi ekki aðgang að lækni eða sjúkrafluttning, það er líka ósanngjarnt að hafnarstarfsmenn fái sjómannaafslátt á meðan hann varir fyrir það eitt að vera skráðir til skips á bát sem fer aldrei meira en 2klst í senn frá bryggju, eða hvað með þá sem stunda dagróðra, eiga þeir ekki að vera á 50% sjómannaaflsætti... eða hvað...

Nei þetta er einmitt málið, þetta þarf að skoða í samhengi og án tilfinninga...

Eiður Ragnarsson, 8.12.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 8425

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband