Framsókn átti að fara í stjórn

Akkúrat. Framsókn átti að fara í stjórn. Átti að taka ráðuneyti eins og dómsmálaráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti og láta þar við sitja. Svo átti að segja frá því í fjölmiðlum að flokkurinn hefði einfaldlega ekki umboð til frekari valda. Eftir ca. 1 til tvö ár hefðu sjálfstæðismenn verið sjúkir í að einkavæða í heilbrigðisgeiranum og þá hefðu Framsóknarmenn lykilstöðu til að sprengja stjórnina og mynda vinstristjórn. Þetta hefði fært Framsóknarflokknum endurnýjun lífdaga í næstu kosningum. Vona einfaldlega að flokkurinn deyji ekki sem fylgifiskur Vinstri Grænna í stjórnarandstöðul, með formanninn utanþings. Erfið staða, en alls ekki óyfirstíganleg.

En auðvitað er þetta niðurstaða úr lélegri kosningabaráttu og slöku kjörtímabili. Það virðist hafa gleymst að mæta með málefni í kosningabaráttuna sem kjósendur voru til í að stökkva á. Til samanburðar má nefna málefnin fyrir seinustu kosningar þar sem Framsókn mætti með tillögur að hærri íbúðalánum, það gátu kjósendur stokkið á. Nú var ekkert sambærilegt málefni til staðar.

Annars held ég að snemmbúið ársþing Framsóknar sé málið.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 9759

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband