Þingvallastjórnin (baugsstjórn) lifir varla kjörtímabilið

Af hverju? Jú, þegar erfiðu málin koma upp lendir Geir Hilmar Haarde milli tveggja frekustu kvenna landsins. Þeirra Ingibjargar Sólrúnu og Þorgerðar Katrínar, ég leyfi mér að efast um að Þorgerður þoli ráðsemi Ingibjargar til lengdar og að samstarfið verði afar stirt innan tveggja til þriggja ára. Jú það hentir máski að stjórnin lifi fjögur ár, en ég leyfi mér að stórefast um að Samfylkingin verði meira en 15% flokkur eftir kjörtímabilið og að Ingibjörg Sólrún verði þá komin í afar erfiða stöðu.

 Hvað sem öllu líður, þá verður gaman að fylgjast með því hvernig stjórnarsáttmálinn lýtur út þegar hann er klár. Því miður mun hvorugur flokkurinn gera mikið fyrir landsbyggðina hvorki í samgöngumálum né atvinnumálum, nema þá helst að Kristján Júlíusson verði samgönguráðherra. Flokkarnir munu því miður vera farnir að gera samninga við einkaaðila um þjónustu við heilbrigðiskerfið innan 6 mánaða. Ef landbúnaðarráðuneytið kemst í hendur Samfylkingar mega bændur passa sig á því að halda uppi veglegum áróðri og spái ég því að staðan verði erfið fyrir bændur á kjörtímabilinu.

Spái því að Björn Bjarnason muni hverfa í pólitíska stöðu áður en kjörtímabilinu lýkur.

Spái því að Arnbjörg Sveinsdóttir verði áfram þingflokksformaður.

Spái því að Pétur Blöndal fái enga almennilega nefndarformannsstöðu.

Spái því að Einar Már Sigurðsson verði ekki auðveldur í einkavæðingaráformum.

Spái því að Ágúst Ólafur fái ekki ráðherratign.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 10043

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband