VÁ! Það snjóaði í Esjuna

Ég vaknaði upp við váleg tíðindi í morgun þegar ég kveikti á útvarpinu, jú það snjóaði í Esjuna. Þvílík frétt, það er eins og einhver hafi reiknað með að við byggjum í sunnanverðri Evrópu.

Í maí snjóar yfirleitt í fjöll annað slagið, þótt það komi vikulöng hlýindi í byrjun maí, þá kólnar fljótt. Hér á Austurlandi tildæmis, sem er líka á Íslandi þá snjóar í fjöll og er búið gera megnið af maí. Ekki er sagt frá því í fréttum, augljóslega vegna þess að það er eðlilegt.

Í kvöldfréttum Sjónvarps var svo dubbaður upp veðurfræðingur og hann spurður út í hvers vegna í ósköpunum gæti snjóað í fjöll í maí. Meira að segja var hann spurður með dramatískum hætti hvort þetta myndi hafa MIKIL áhrif á fuglalíf sumarsins, eins og það séu bara fuglar við tjörnina í Reykjavík. Hverju átti maðurinn eiginlega að svara? Kannski hefði bara átt að fá David Attenborough til að gera heimildamynd um þessa köldu nótt í nafla alheimsins, Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn í bloggið Einar minn. Ég bíð spenntur eftir einhverju verulega hnyttnu frá þér. Þó er gaman að lesa það sem komið er. Veit að þú tekur þetta ekki alvarlega. Kveðja, Axel

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 9759

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband