Jón Sigurðsson: Hefði mátt raka sig áður en hann sagði af sér

Foringinn sagði af sér og gufaði upp eins fljótt og hann kom. Eins og andi í flösku birtist hann mér fyrir nokkrum mánuðum, og eins og andi í flösku hvarf hann mér í dag. Ágætt svosum að hann var ekki að rembast við að vera formaður áfram, enda staða hans slæm án þingsætis. Þessi maður sýndi þó að hann er liðtækur pólítíkus og hefði verið gaman að fylgjast með honum sem þingmanni. Því miður tókst honum ekki ætlunarverkið.

Reyndar finnst mér maðurinn hefði mátt raka sig svona rétt áður en hann tilkynnti um afsögn sína. Því ég tel að undir hinum óhrjálegu skeggbroddum leynist myndarlegur sjéntilmaður sem hefði fengið nokkru fleiri atkvæður rakaður en órakaður. Ég spái því að hann eigi PHILIPS rafmagnsrakvél sem hann stillir alltaf á sömu broddlengdina, og líklega rakar hann sig daglega með henni á milli kl. 22:30 og 22:45. Svo les hann gamalt eintak af Tímanum áður en hann slekkur ljósin og sofnar í kjöltu eiginkonu sinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 9759

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband