Pólskir vinnumenn og snjókoma fyrir austan

Jæja þá fer að nálgast sumarið - ég horfi hér út um gluggann í blokkinni minni á Egilsstöðum og sé varla út því það snjóar svo mikið. Ekki beint uppörvandi að hugsa til þess að í fyrramálið þarf ég að byrja á því að strjúka snjóinn af rúðunni á bílnum mínum.

En jú það er fínt að vera minntur á að norðurhvel jarðar er nálægt mér.

Á morgun ætla ég semsagt að vakna, strjúka snjóinn af bílrúðunni og kveikja mér í sígarettu. Svo ætla ég að hella mér upp á þónokkuð sterkt kaffi í vinnunni, og reykja svo aftur áður en ég geri eitthvað af viti.

Á vinnustaðnum mínum eru margir pólverjar og eins margir frá öðrum þjóðlöndum. Þeir eru alltaf byrjaðir að vinna á undan mér. Þeir eru líka enn að vinna þegar ég hætti að vinna. Ég veit í rauninni hvorki hvenær þeir byrja á morgnana né hvenær þeir hætta. Skrítið.

Þeir eru fínir vinnumenn fyrir íslensk kapítalísk fyrirtæki. Enginn fjölskylda eða einkalíf að þvælast fyrir þeim. Enginn börn sem verða veik heima. Engin kona sem vill fara að versla á laugardögum. Ekkert áhugamál sem gerir það að verkum að stundum þarf að hætta fyrr. Engin GSM sími sem hringir, það er svo dýrt að hringja milli landa. Enginn bíll sem þarf að fara með á verkstæði. Ekkert! Óskabörn Þjóðarinnar! Notum þetta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er með þér alla leið

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 9759

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband