25.9.2007 | 20:36
Afturhaldskommatittir
Vatnsréttindin vegna Kárahnjúkavirkjunar voru metin á 1,6 milljarða í úrskurði matsnefndar á dögunum. Ríkið er skráð fyrir mestum hluta þeirra réttinda eða um 60%, miðað við nýlegan úrskurð Óbyggðanefndar. Ríkið mun líklegast ekki ganga á eftir greiðslu vegna vatnsréttindana og því þarf Landsvirkjun að greiða rúmar 600 milljónir fyrir vatnsréttindin.Stór hluti bóta vegna vatnsréttinda er einnig í uppnámi vegna kröfu fjármálaráðherra í stærstan hluta lands jarðanna Brúar og Valþjófsstaðar sem eiga tilkall til rúms þriðjungs þessara bóta.Landsvirkjun gerði eignarnám á vatnsréttindum vegna Kárahnjúkavirkjunar og leitaði samninga eftir þann gjörning. Matsnefndin var kvödd til og úrskurðaði hún samkvæmt óskum Landsvirkjunar. Nú eru vatnsréttindin eign Landsvirkjunar og bændur telja flestir hverjir að verðið sé ekki rétt metið og hafa þeir langflestir lýst því yfir að þeir skjóti úrskurði matsnefndarinnar til dómstóla. Það virtist ekkert tiltökumál að búið væri að heimila byggingu stærstu virkjunar Íslandssögunnar þótt ekkert lægi fyrir um heimild til að nýta eina hráefnið til raforkuvinnslunnar, vatnsaflið.Úrskurður matsnefndarinnar gengur meðal annars út á hagkvæmni virkjunarinnar á 63 árum, samkvæmt arðsemismati Landsvirkjunar sem matsnefndin leggur til grundvallar gagnrýnilaust. Landsvirkjun og matsnefndin gera sem sagt ráð fyrir því að virkjunin verði ónothæf eftir 63 ár og greiða bætur fyrir vatnsréttindin út frá þeim forsendum. En hvað gerist eftir 63 ár ef virkjunin er ónothæf? Samkvæmt dómnum þá á Landsvirkjun vatnsréttindin áfram, þótt þeir hafi ekki greitt fyrir það. En hvað gerist ef virkjunin er nothæf áfram? Samkvæmt dómnum þá á Landsvirkjunin vatnsréttindin áfram og getur nýtt þau til raforkusölu með hreinum hagnaði eftir að hafa greitt upp stofnkostnað Kárahnjúkavirkjunar. Öll heilbrigð skynsemi ætti að leiða að því rök að ef Landsvirkjun greiðir aðeins fyrir nýtingu vatnréttindana í 63 ár, þá skili þeir eigninni eftir þann tíma. Eftir 63 ár verða vatnsréttindin margfalt meira virði en þau eru í dag þar sem stofnkostnaður verður að fullu uppgreiddur. Þá vill matsnefndin og Landsvirkjun meina samkvæmt þessu að þau séu einskis virði. Til samanburðar við vinnubrögð Landsvirkjunar, má benda á samning Íslenskrar orkuvirkjunar við vatnsréttindahafann Seyðisfjörð. Sá samningur kveður á um leigu á vatnsréttindum til 50 ára og samkvæmt nýlegri grein bæjarstjórans í Austurglugganum eru tekjur af leigu áætlaðar 800 milljónir og það vegna virkjunar sem er 70 sinnum minni en Kárahnjúkavirkjun.Þetta gerir dóm matsnefndarinnar órökrænan og ótrúverðugan. Sanngirni og rökvísi eru ekki höfð að leiðarljósi heldur eru það einhverjar aðrar hvatir sem liggja þarna að baki. Þetta er eignaupptaka af versta tagi.Grunnhugtök um verndun eignaréttarins eru að engu höfð í viðskiptum ríkisfyrirtækisins Landsvirkjunar við eigendur vatnsréttinda. Aðilar sem ættu að virða eignaréttinn hvað mest, vaða yfir eignaréttinn á skítugum skónum í skjóli ríkisvaldsins.Ríkisstjórn Íslands með forystu Sjálfstæðisflokksins gerir ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun kleift að taka upp eignir almennings án réttmæts endurgjalds. Ríkið ætti að sjá sóma sinn í því að afturkalla eignarnám á vatnréttindum vegna Kárahnjúka og leigja þau samkvæmt áætluðum líftíma virkjunarinnar og skila þeim að leigutímanum loknum.Miðað við hugmyndir margra frjálshyggjumanna gæti Landsvirkjun allt eins verið seld innan nokkurra ára til einkaaðila sem munu eignast réttindin og hagnast á eignaupptöku ríkisins í skjóli frjálshyggjunar.Eignaupptaka í skjóli Sjálfstæðisflokksins í gegnum Óbyggðanefnd og Landsvirkjun er ekki frjálshyggja heldur kommúnismi af versta tagi. Kapítalískt samfélag myndi vernda eignaréttinn en ekki troða hann skítugum skónum. Þetta gerir liðsmenn þessara afla að verstu afturhaldskommatittum eins og fyrrverandi foringi þeirra myndi sjálfsagt orða það.
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.