Ert þú "elítubloggari" eða kannski "hopeless-bloggari" ?

Að vera penni á Íslandi á dag hlýtur að vera skemmtilegt. Nú skrifa flestir bestu pennarnir á bloggið og auðvelt að fylgjast með því hvað þeir segja.

 Nú hafa orðið til nokkrir flokkar penna/bloggara, og virðist komin upp hálfgerður elítuflokkur bloggara/penna. Það er sennilega hámarksárangur í bloggi. Hér er hugmynd að greiningu á bloggheimum.

1. Elítubloggarar - þeir sem hlotið hafa náð fyrir elítunni og fá mörg þúsund flettingar á dag. Það sem þeir segja vekur athygli. Þeir eru fastir í blogginu - mega ekki hætta, þá detta þeir úr elítunni. Eiga marga bloggvini úr elítunni. Ráðherrarnir fylgjast með því sem þeir skrifa.

2. Wanna be bloggarar - þeir sem eru að vinna að því að komast í elítuna. Keppast við að vera sem allra mest ögrandi og sniðugir. Þeir sem gefast ekki upp, komast í elítuna fyrir rest. Biðja oft "elítubloggara" að vera bloggvinir sínir til að líta betur út.

3. Áhugabloggarar - þeir sem blogga af því þeim finnst það gaman, og hafa áhuga á að tjá sig. Eiga fáa bloggvini, samt einhverja "fjölskyldubloggarar"

4. Fjölskyldubloggarar - þeir sem blogga fyrir fjölskyldu og vini. Blogga í dagbókarformi (upphaf bloggsins)

5. Hopeless bloggarar´- þeir sem blogga bara í nokkra daga - í lotum oftast tvisvar til þrisvar á ári. Eiga oftast nokkra "elítubloggara" að bloggvinum. Dreymir um að verða "elítubloggarar" einn daginn.

 

(Ég er líklegast "hopeless bloggari")


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 9584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband