9.10.2007 | 17:32
Óábyrgir bankar - baktryggðir af Seðlabankanum
Íslenskur lánamarkaður er skrítið fyrirbæri. Verðtrygging og okurvextir virðast vera alvarlegasta vandamál sem fjölskyldur landsins glíma við. Bankarnir eru í þeirri sérstöku aðstöðu að geta ekki tapað peningum hvað sem á dynur.Öll stærri lán til almennings frá bönkum eru verðtryggð, hækki vísitala neysluverðs þá hækkar höfuðstóll lánanna. Þannig eru bankarnir varðir fyrir öllum sveiflum í íslensku efnahagslífi. Neytendur eru hins vegar óvarðir, hækki neysluverð þá hækka ekki launin, en bankarnir eru tryggðir. Hækki verð á kornflexi, þá hækka lánin. Hækki lottómiðinn, þá hækka lánin. Hækki áskrift að Stöð 2 þá hækka lánin.Óverðtryggð lán bankanna eru einnig verðtryggð, ekki vísitölubundið heldur af Seðlabanka Íslands. Aukist verðbólga þá hækkar Seðlabankinn stýrivexti sína og vextir á óverðtryggðum lánum, svo sem á yfirdráttarlánum og öðrum neyslulánum hækka. Áhætta bankanna við lánveitingar er því enginn, og er þetta fyrirkomulag útlánahvetjandi fyrir bankastofnanir. Miðað við núverandi hagstjórn sitja bankarnir aldrei uppi með tímabil þar sem hagnaður er minni en gert var ráð fyrir. Öllu heldur hagnast bankarnir jafnt og þétt og lánveitingar þeirra eru verðtryggðar af Seðlabanka Íslands. Hvergi í byggðu bóli í Evrópu hagnast útlánastofnanir jafnvel og á Íslandi.Lánamarkaður hér á landi er talsvert frábrugðin lánamarkaði í öðrum Evrópulöndum þar sem verðtrygging lána tíðkast varla. Þar þekkja fasteignaeigendur ekki vítahring vísitölubindingar lána sem Íslendingar virðast samþykkja vöfflulaust. Meira að segja er húsnæðisverð bundið í neysluvísitöluna, sem þýðir það að ef fasteignir hækka í verði þá hækka lánin sem á þeim hvíla að sama skapi einnig. Bankarnir eru þannig búnir að fjárfesta í fasteignamarkaðnum með þeim hætti að ef fasteignir hækka, þá hækkar höfuðstóll allra útlána. Þetta sitja íbúðaeigendur í smærri byggðum einnig uppi með, þótt fasteignaverð hækki ekki þar að raungildi, það er ósanngjörn staða. Hækki fasteignaverð í Reykjavík þá hækkar höfuðstóll fasteignalána á Borgarfirði Eystra.Það er erfiður vítahringur fyrir neytendur. Afnám verðtryggingarinnar væri eitthvert mesta framfaraskref Íslandssögunnar, án afnáms mun aldrei skapast samkeppni milli lánastofnana landsins og neytendur munu halda áfram að blæða. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur flutt ófáar ræðurnar um afnám verðtryggingar. Hennar orð eru ekki gleymd og vonandi man hún enn eftir þeim sjálf nú þegar hún er sest í ráðherrastól.Stýrivextir og vísitölubindingar gera bankana óábyrga í efnahagslífinu. Það skiptir engu hvort þeir láni of mikið og skapi þenslu, það er allt vísitölutryggt og verðtryggt í topp. Óverðtryggð lán eru svo í þokkabót verðtryggð af Seðlabanka Íslands. Þessi staða gerir bankana að óábyrgum aðilum sem geta ekki tapað vegna sveiflna í efnahagslífinu sem stafa meðal annars af of miklum og óábyrgum lánveitingum bankanna. Neytendur blæða og bankarnir græða.
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 9759
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.