Friðarsúlan upp - vopn lögð niður í stórum stíl

Stundum er gáfumannatal - ekki mjög gáfulegt tal. Þó lenti ég í gáfumannatali í hádeginu við sérlegan raftæknifræðing. Það sem hann hafði að segja var nokkuð gáfumannalegt.

Hann var að velta fyrir sér hvað Friðarsúlan hefði eiginlega kostað. Hann var ekki viss um að kastararnir og steypuklumpurinn utan um þá væru stærstu kostnaðarliðirnir. Aðallega var hann viss um að spennan sem þarf til að knýja kastarana jafnist á við spennu fyrir um 200 íbúðir. Það væri því ekki nema á bilinu 600-900 þúsund sem orkan kostar á mánuði fyrir friðarsúluna.

Aðallega spáði hann í hvernig spennan væri útveguð út í Viðey fyrir súluna. Hann var viss um að kapallinn fyrir Viðey væri ekki nógu stór fyrir alla þessa orku. Það hefði pottþétt þurft að leggja nýjan kapal til Viðeyjar til að svala orkuþörfinni. Nýr kapall til Viðeyjar gæti kostað 20-30 milljónir króna ef tal okkar hefur verið gáfumannalegt.

En svo sagði hann: " En ég meina, þetta er Friðarsúla - hún má kosta hvað sem er! Er fólk ekki að leggja niður vopn í stórum stíl út af þessu núna út um allan heim? "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband