14 ára raði áfengi í hillur? Hvernig verður þetta?

 Hvað þætt þér um það ef 14 ára sonur þinn fengi sér vinnu í ÁTVR, eða ynni í bónus við að raða bjór og léttvíni í hillur?

 Í Bónus á Egilsstöðum vinna börn, samkvæmt nýlegri úttekt Vinnueftirlitsins. Á kassann fæst helst ekki eldra fólk en 16 ára. Eiga þessar krakkar að afgreiða áfengi eftir nokkra mánuði? Íhaldssemi í sölu áfengis er líklegast eina skynsama leiðin í augnablikinu.

Á ég að trúa því að tvítugt fólk muni raða í hillur og afgreiða á kössum Haga og Kaupáss?

Ef til vill væri hægt að gefa vínsölu frjálsa í sérstökum vínbúðum. Að allir gætu opnað sína eigin vínbúð að uppfylltum skilyrðum. Þá héldist vín og matvara aðskilin. Þá héldust börn og áfengi frekar aðskilin. Þá væri einkaleyfi ÁTVR á vínsölu afnumið. Þá gæti Ríkið hætt að selja áfengi og bara hirt af því skatta.

 Hvernig væri það? Ég er bara ekki viss um að rétt væri að selja vín og bjór í Bónus, Hagkaupum og Kaupfélaginu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband