HÁTÆKNISJÚKRAHÚS - "bara flott orð"

Ég lenti á svokölluðu GÁFUMANNALEGU tali við læknir,  tal okkar var í gáfulegri kantinum og ræddum við heilbrigðismál á landsbyggðinni á mjög gáfulegan hátt. Þessi læknir hefur m.a. starfað í nútímalegum og stórum spítala í hinni stóru Evrópu.

Við vorum sammála um að HÁTÆKNISJúKRAHÚS væri einhvert snjallasta orð sem fundið hefur verið upp. Þegar ákveðið var að henda 60 milljörðum í endurbyggingu Landspítalans, þá var fundið upp nýtt orð - HÁTÆKNISJÚKRAHÚS, sem er bara flott orð yfir NÚTíMASJÚKRAHÚS. Gagnrýnislausir fjölmiðlamenn stóðu á tröppunum á stjórnarráðinu - og hugsuðu með sér "vóó, hátæknisjúkrahús!" Algjörlega gagnrýnislaust.....Samkvæmt gáfumannlegri kenningu okkar þá var umræða um málið kæfð með þessu eina orði - þ.e. Hátæknisjúkrahús.

Þessi gáfulegi læknir hafði áhyggjur af því að á Íslandi yrði bara EINN spítali í framtíðinni búinn nútímatækni. Hann varpaði þeirri gáfulegu hugmynd fram að klipið yrði af fjárveitingum til Landspítalabyggingar, klipið af fjármagn til uppbyggingar spítala á Vestfjörðum, spítala á Norðurlandi, spítala á Austurlandi og spítala á Suðurlandi. Mér fannst þetta GÁFULEGT. Restin af peningunum eða svona 40 milljarðar taldi hann GÁFULEGT að nota til endurbyggingar Landspítalans sem er ágætlega búinn spítali.

Þetta töldum við að myndi bæta öryggi sjúklinga í heimabyggð. Minnka sjúkraflug. Öflugt þekkingarfólk kæmi til starfa úti á landi. Þannig yrði stuðlað að samfélagi þar sem menntunarstig myndi aukast, og þjónasta eflast.

Gáfumannalegt tal okkar hélt svo áfram í nokkra klukkutíma, ræddum við ekkert fleira GÁFULEGT

En er betra að öll heilbrigðisþjónusta landsins sé stödd við Hringbraut? Veit einhver hvað Hátæknisjúkrahús er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband