Sjálfmiðaður þingmaður úr Fjallabyggð

Frasinn "að vera sjálfmiðaður" rifjaðist upp fyrir mér fyrir nokkrum dögum. Það var einungis vegna þess að ég las bloggsíðu Birkirs Jóns Jónssonar þingmanns kjördæmis míns.

Þar lýsir hann sjúkdómnum sykursýki og að hann hafi greinst með sjúkdóminn. Þar af leiðandi hafi hann meðal annars farið í heilsuátak með einkaþjálfara í World Class. Góðra gjalda vert. Uppgötvaði hann að eigin sögn mikilvægi þess að vera við góða heilsu. Orð hans leiddu að því í kjölfar uppgötvunar hans, að honum finndist jafnvel sem ríkið ætti að taka þátt í kostnaði fólks af heilsurækt. Þetta kalla ég að vera sjálfmiðaður.

Í annarri bloggfærslu tilkynnti hann okkur um að hann hefði alla tíð verið íhaldssamur um hvort leyfa ætti innflutning á nýju kúakyni. Svo segir hann "Ég hef styrkst í þeirri afstöðu minni eftir að mér barst tölvupóstur í gær þar sem mér var tjáð að í íslensku mjólkinni séu efni sem minnka hættuna á að fólk fái sykursýki 1, efni sem ekki er að finna í norsku mjólkinni." Þetta kalla ég líka að vera sjálfmiðaður.

Utan það að rætt var aðallega um innflutning á sænsku kúakyni. Ekki það að ég ætlist til þess að Birkir Jón fylgist með umræðunni betur en þetta - þar sem hann er hvorki af norskum né sænskum ættum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband