Lostafull reiðhjólaást

Á forsíðu 24 stunda í gær var smáfrétt. Þar var fjallað um breskan náunga sem var settur á lista kynferðisbrotamanna þar í landi fyrir að hafa mök við reiðhjól. Hann á að hafa skakast á reiðhjóli með lostafullum hætti inni á hótelherbergi sínu á hóteli einu. Starfsfólk hafði gengið inn á hann og orðið vitni að ósköpunum. Ég hugsaði út í nokkur atriði varðandi þetta:

1. Er eitthvað saknæmt við að hafa kynmök við dauða hluti?

2. Er ekki betra að hann hjakkist á reiðhjóli frekar en að misnota lifandi fólk?

3. Er þá ekki meirihluti karlmanna kynferðisafbrotamenn? Hefur ekki stór hluti karlmanna skakast á dauðum hlutum með lostafullum hætti?

4. Hvað með konur sem hafa kynferðislegan losta af reiðhjólahnökkum? Ætti ekki að setja þær á lista yfir kynferðisafbrotamenn?

5. Starfsfólk hótelsins, ætti það ekki að skammast sín fyrir að ganga inn á manninn? Og geta ekki þagað yfir sjálfsfróun hans?

 

Bara svona pæling......ekki það að ég hafi ást á reiðhjólum - þótt einhvern tímann um tvítugt hafi ég skartað einkanúmerinu BMX á bifreið minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 10032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband