Dellingurinn Sigurður K(L)ári enn á bjórkvöldi

Nú vill hin Klári Sigurður Kári banna birtingu á tekjum einstaklinga. Já og tíu aðrir sjálfstæðismenn.

Það er líkt og þeir trúi því að þeir séu enn á bjórkvöldi hjá Heimdalli og þeir geti boðið upp á rökflutning sem þeir í Morfís keppni væru. Í Morfís skiptir ekki máli hvort maður hefur rétt fyrir sér, aðeins hvert hugmyndaflugið tekur þig til að færa rök.

 “Birting upplýsinga um tekjur einstaklinga er til þess fallin að grafa undan því trúnaðarsambandi sem viðgengist hefur á vinnumarkaði um launakjör í frjálsum vinnusamningum."

segja þessir Heimdellingar. Allir vita að trúnaðarsamband á frjálsum vinnumarkaði er ekki til hagsbóta fyrir neina nema atvinnurekendur - þannig vilja þeir vernda atvinnurekendur.

Svo segja Heimdellingar (já þeir hafa hugmyndaflug)

"Leiða má líkur að því að fjölmiðlaumræða af slíku tagi feli í sér hættu á að einstaklingar verði fyrir óverðskuldaðri áreitni vegna tekna sinna, ýmist vegna þess að þær þyki of háar eða of lágar.”

Það var þá!!! Til að vernda borgarann er það ekki? Hef ekki heyrt um neinn sem hefur fengið óverðskuldaða áreitni vegna of lágra tekna!! Hvernig var það með Jón Ólafsson þegar hann greiddi vinnukonuútsvar - var gagnrýni á hann þá óverðskulduð? Er gagnrýni á ofurlaun sumra einstaklinga í samfélaginu óverðskulduð?

 Maðurinn KLÁRI - sem nánast æpir orðið "spilling" við hin minnstu tækifæri vill ýta undir spillingu hvar sem er í þjóðfélaginu með frumvarpinu.

 SVEI ÞÉR! Sigurður K(L)ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég var einmitt að hlusta á meistarann í silfrinu áðan. ég veit ekki alveg hvar ég stend í málinu. þess vegna ætla ég að hlusta aðeins meira á Yes og sjá hvað gerist.

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 10032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband