8.11.2007 | 12:19
KB banki, sparkar í neytendur - liggjandi
Sú ákvörðun Kaupþings að þau "íbúðalán" sem bankinn hefur lánað síðustu ár séu óyfirtakanleg nema með hækkun vaxta er ógeðfelld. ÓGEÐSLEG. Bankinn sparkar í viðskiptavini sína, liggjandi. Af hverju liggjandi. JÚ vegna þess að þeir geta enga björg sér veitt.
Dæmi:
Segjum að Jón eigi íbúð á 20 milljónir með 100% KB láni. Vilji Jón selja hana, getur kaupandinn ekki yfirtekið lánið á sömu kjörum! Það leiðir til þess að Jón þarf að borga uppgreiðslukostnað við lánið að upphæð 2%. 400 þús! Kaupandinn þarf að taka nýtt lán frá Íbúðalánasjóði og borgar stimpilgjöld ca. 300 þús. ERGO - allir tapa - jah nema Kaupþing.
Löglegt, kannski.
Siðlaust, alveg pottþétt.
Þetta hefur undirstrikað nauðsyn Íbúðalánasjóðs á markaðnum - og það í harðri samkeppni við banka.
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar ég tók lán hjá KB á sínum tíma þá skoðaði maður að sjálfsögðu hvort það væri að eh leyti verra að versla við þá eða íbúðalánasjóð og þeir fullvissuðu mig um að svo væri ekki
m.a. með eftirfarandi setningu sem má enþá finna á heimasíðu þeirra þó þeir hafi nú tilkynnt að þeir muni ekki fara eftir henni
"21. Ef ég tek Íbúðalán í dag og ég sel húseignina síðar, getur nýr eigandi yfirtekið lánið á sömu kjörum eða þarf að greiða lánið upp?
Þú getur bæði flutt lánið með þér á næstu íbúð til að spara þér lántöku- og stimpilgjald en nýr eigandi getur yfirtekið lánið á sömu kjörum ef hann uppfyllir skilyrðin sem eru nefnd í fyrsta lið hér að ofan."Siðlaust = 100%Löglegt = þarf að láta reyna á það og ef dæmt löglegt, þá hefur Kaupþingi tekist að sanna að markaðurinn á íslandi sé of lítill til að ráða við einkavæðingu á öllum hlutumPétur F. (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.