Leiðinleg ferðasaga.....

Ferðasögur eru lesefni sem hefur aldrei höfðað til mín neitt sérstaklega. Ég verð þó hins vegar að mæla nokkur orð um ferðalag sem ég tók þátt í til Vestmannaeyja á laugardaginn.

Ég tók að mér að fara með unglingaflokk Hattar til Vestmannaeyja til keppni í handknattleik. Lagt var af stað kl. 6:30. Reyndar eftir hálftímaleit að markverði okkar, sem svo fannst aldrei!! Og hefur ekki spurst til enn. Við keyrðum sem lá leið suðurströndina í erfiðum púðursnjó fyrstu 250 kílómetrana, svo tók við erfitt krapaslapp næstu 200 kílómetrana. Við tókum svo flug frá Bakka kl. 15 og spiluðum í Eyjum kl. 16. Strákarnir mínir voru talsvert sljóir í fyrri hálfleik eftir að hafa setið í bíl allan daginn, og töpuðum við 33-23 ef ég man rétt. Svo gáfum við okkur um 5 mínútur til að fara í sturtu áður en við brunuðum á flugvöllinn. Við lögðum af stað keyrandi aftur til Egilsstaða kl. 18.35 frá Bakka. Kl. 19.31 komum við á Vík, en grillinu hafði lokaði kl. 19.30 og það var auðvitað enginn séns að fá afgreiðslu þar. Því urðu drengirnir mínir að gera sér útrunnar samlokur sér að góðu. Svo var haldið heim á leið í brjálaðri hálku og komum við heim til Egilsstaða kl. 02:30. Þá reiknaðist mér til að við hefðum verið um 20 klst. á ferðalagi.

 Helstu niðurstöður ferðarinnar:

1. Það eru ekki góð bílstjórasæti í Renault rútukálfum, orskaka bakverk, hálsverk og hausverk.

2. Flugfélag Vestmannaeyja er magnað fyrirtæki, sem flýgur þegar þér hentar.

3. Íslensk veðrátta og vegir eru stórhættuleg fyrirbæri.

4. Grillið á Vík í Mýrdal er með einni mínútu of skamman opnunartíma.

5. Olían á Kirkjubæjarklaustri er dýrari en á Egilsstöðum.

6. Kaffið í Olís á Hornafirði kostar 100 kr. en kostar ekkert í Olís Egilsstöðum, og ekkert í Olís Reyðarfirði.

7. Bland í poka, Magic, grænn opal, Coca Cola og Freyju Draumur - er allt óhollt drasl  - en nauðsynlegt til þess að halda þreyttum bílstjórum vakandi.

8. Öxi er erfiðasti fjallvegur landsins, sem er ein akrein og mjög þröngur. Ef þú missir Renaut rútukálfa þar þvert á veginn í hálku, þá nærðu að fella vegstikur báðum megin - þetta var sannreynt.

9. Norðurljósin sjást um allt land.

10. Egilsstaðir eru fallegri við heimkomu, en við brottför.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt þetta fyrir einn leik? Er ekki hægt að gera 2-3 leikja túr fyrst menn eru að andskotast svona langt út á land?

Að því sögðu þá hefur það hvarflað oftar en einu sinni að mér að flytja til Egilsstaða.

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 9904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband