Ríkisgersemin -

Við erum skondin hér á þessari krapaeyju.

Við erum með iðnaðarráðherra sem ferðast til fjarlægra landa til að halda kokkteilboð með íslenskum viðskiptamönnum í orkuútrás. Helsta hugðarefni er hans að hugvit sem bundið er við heilabú einstaklinga sem starfa hjá Orkuveitur Reykjavíkurbúa og Landsvirkjum ríkisþegna verði að einskonar Ríkisgersemi. Það er engu til sparað að boða boðskap hins nýja guðs - jarðvarmaguðs, og nú skilst mér að þessa nýju þjóðtrú eigi að boða innan Evrópusambandsins. Hugvit sem bundið er í HEILUM örfárra manna - á að verða ríkisgersemi. Þetta er fyndið.

Meðan íslenska þjóðin framleiðir ekki nægar vörur til að standa undir eigin innflutningi, gengur nýr jarðvarma-jesú berfættur á úthöfum Asíu og Afríku og boðar nýja trú sem ríkisstjórnin virðist hafa tekið. Tölur um viðskiptahallan eru svo ógnvekjandi að engir þorir lengur að minnast á hann. Þegar að svarið ætti að vera meiri framleiðsla þá fara Össur og Geir til Ítalíu að leika við stóru strákana. Þar fá þeir líka að hitta Geysir Green í kokteilboðum! Lesið bara heimasíðu Össurs.

Þegar að reykspúandi verksmiðja Alcoa verður komin í fulla framleiðslu eftir nokkra mánuði hafa vöruflutningar frá Íslandi aukist um 20% með einni verksmiðju, og það er langt frá því að stoppa upp í viðskiptahallann. Þarf þá ekki að auka framleiðslu meira? NEI! er svar jarðvarma-jesú, framleiðum rafmagn í Eþíópíu og skildum löndum segir hann! "Við erum að tala um fjárfestingar fyrir 2000 milljarða" sagði hann um daginn og fékk ósjálfráða fullnægingu án þess að skammast fyrir framan sjónvarpsmann ársins - sem by the way góndi á hann án gagnrýni og virtist einfaldlega fá það með honum. Þetta er fyndið.

Ef að ráðherrann, hann jarðvarma-jesú, gæfi einn þriðja af þeirri orku sem hann gefur í trúboð í fjarlægum löndum í að efla íslenskan iðnað og fjárfestingar í honum þá væri hann að gera þjóðinni til góðs. Meðan hann gengur erinda Geysis Green og íbúa fjarlægra landa, þá er hann ekki iðnaðarráðherrann minn - heldur jarðvarma-jesú sem boðar framandi trú. Ég er ekki alveg að fá það með honum í þessum málum. Þetta er fyndið.

Svo ætlar að hann að treysta því að hin stórfenglega útrás sem hugmyndafræðilega byggir á þekkingu sem nokkrir íslenskir skólastrákar geyma í kollinum, sé heila málið. Shit! Ætlar hann að taka veð í heilabúum íslenskra vísindamanna?Hvernig verður þetta? Leyfum Sir Smárason, Mr. Bónus og öðrum eigendum smáþotna að taka þennan séns á eigin ábyrgð, leyfum þeim líka að ráða þessa vísindamenn okkar í vinnu - þá getum við snúið okkur að því að byggja upp okkar eigið land!! Hvernig í fjáranum getur það orðið hlutverk ríkis og bæja að byggja orkuverksmiðjur í Asíu og Afríku, ég er bara ekki að fatta þetta! Þetta er fyndið.

Það væri hægt að gera út nýjan sendiherra, bara einhvern kút úr Samfylkingunni eða Sjálfstæðiflokknum sem á bindi og hvíta skyrtu. Það væri hægt að kalla hann "the Icelandic minester of power". Sir Smarason gæti borgað kaupið hans og Geir Hilmar gæti skrifað undir ráðherrabréf fyrir hann. Svo gætu þeir ferðast saman í þotunni hans Hannesar - og svo gæti Sir Smarason sagt á mikilvægum augnablikum "this is the Icelandic minister of power, he likes steam power". Þá gæti hinn raunverulegi iðnaðarráðherra verið heima á Íslandi og unnið að þeim málum sem hann á að vinna að - og gæti tildæmis haft tíma til að heimsækja fjarlægar þjóðir eins og Vestfirðinga, Austfirðinga  og Norðlendinga.

Bara að pæla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband