Ekki taka hann af lífi strax

Já vonandi er ég ekki að fara að horfa á 14-2 tap í Parken. Að vísu munum við tapa en hversu stórt veit ég ekki. Það er mín spá. Kannski 4-1.

Það verður athyglisvert að vita hvernig mun ganga í leiknum án Eiðs Smára Guðjohnsen, en gengi landsliðsins var gott án hans gegn bæði Spánverjum og Norður-Írum fyrir stuttu síðan. Þáttaka hans í leikjum við Letta og Liechtenstein var hins vegar gagnslaus. Það er því rétt hjá mætum manni að staða hans í landsliðinu getur vakið spurningar ef Íslendingum gengur vel í leiknum á eftir.

Ég vona hins vegar að nýji þjálfarinn fái sex mánaða "pressufrið" frá fjölmiðlum. Það er hefð fyrir því annars staðar í Evrópu. Ítalski þjálfarinn var til að mynda ekki gagnrýndur fyrir slakt gengi í sínum fyrsta leik gegn Íslendingum á sínum tíma. Því má ekki taka Ólaf af lífi strax í fjölmiðlum, þess verður að gæta. Þetta skrifa ég vegna þess að strax í fyrsta leik var Eyjólfur Sverrisson gagnrýndur harkalega í beinni útsendingu á SÝN, en þar voru að verki Arnar Björnsson og Ólafur Kristjánsson. Eyjólfur sætti því strax gagnrýni, og það er ósanngjarnt - þó á seinni tímum hafi gagnrýnin verið réttmæt.

Meira eftir leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gagnrýnin á Eyjólf var fyllilega réttlætanleg frá fyrstu mínútu en hún átti ekki að beinast að honum, heldur að stjórn KSÍ.  Landsliðsþjálfarar eru oftast þjálfarar sem hafa sannað sig í þjálfun með félagsliðum. Eyjólfur fékk að byrja með landslið

Pétur F. (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 10422

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband