Ég er góður kúnni

Það eru mis merkilegir hlutir sem á daga manns drífa. Í morgun fór ég tildæmis í klippingu. Það er létt verk og löðurmannlegt að klippa mig. Há kollvikin flýta fyrir. Það tekur yfirleitt 6-8 mínútur að skerða hár mitt. Þess vegna gefur auga leið að ég er góður kúnni, tek lítinn tíma, þegi mikið og brosi alltaf þegar mér er sýndur rakaður hnakkinn í baksýnisspeglinum þegar klippingu er lokið. Einnig fer mjög lítið gel í stutt hárið, þannig að það sparar pening. Ég vill alltaf láta gela mig þegar ég er klipptur.

Fyrir þetta borga ég krónur 3.200 krónur. Miðað við átta mínútna vinnu - hlýt ég að vera æskilegur kúnni á hvaða rakarastofu sem er.

Bara að pæla.

 Annars rifjast upp fyrir mér skemmtileg lítil saga um það þegar ég skellti mér í klippingu á hárgreiðslustofu á Akranesi fyrir nokkrum árum. Þá var ljóshærð fallega vaxin ung kona að klippa mig. Hún angaði af ferskri ávaxtalykt og fékk mig til að brosa. Þegar hún er langt komin með að klippa mig tekur hún eftir stóru öri á enninu á mér og spyr:

"Hvað kom eiginlega fyrir þig?"

og ég svara.

"Ég lenti í alvarlegu bílslysi þegar ég var 21 árs. Ég missti allar minningar mínar fyrir slysið og man ekkert eftir æsku minni, uppeldinu eða vinum. Líf mitt byrjaði í raun ekki fyrr en eftir slysið því ég man ekkert."

Þessu svaraði ég og þetta átti að vera fyndið. Allar fjórar samstarfskonur hennar dauðþögnuðu og hún líka. Vandræðaleg þögn var næstu fimm mínúturnar, eða þar til ég hafði yfirgefið staðinn. Þetta var svo vandræðalegt að ég þorði ekki að segja:

"Hey ég var að djóka."

Næst þegar hún sér mig hugsar hún sennilega; Þetta er gaurinn sem man ekki neitt úr æsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehehehehe...þetta er góð saga Einar...meira svona notalegt stöff.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband