22.11.2007 | 20:39
Fasteignasali í skattrannsókn
Ég fékk bréf frá Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra í dag. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær bréf frá þeirri stofnun, og vonandi í fyrsta og eins skipti. Með bréfinu fylgdi ljósrit af kaupsamningi vegna eignarinnar Eyjabakki 12 árið 2001. Fasteignasalinn sem sá um söluna var xxx. Nú var mér tilkynnt að hann væri til rannsóknar og viðskipti hans á þessum árum og því væri ég beðin að afhenta kvittun vegna sölulauna sem runnu til hans.
Þegar ég fór að skoða gamlar möppur, komst ég að því að ég get bara verið þó nokkuð skipulagður og fann nótuna sem hljóðaði upp á um 230þúsund fyrir utan VSK. Hana gat ég svo skannað með ágætis skanner frá Hewlett Packard og sent til Efnahagsbrotadeildar með tölvupósti. Þetta var auðveldara en ég hélt og tók 3 mínútur. Það er vel sloppið - þegar ég opnaði bréfið þá hugsaði ég með mér að ég yrði heila eilífð að finna út úr þessu, ef mér tækist þá yfirhöfuð að hjálpa til við rannsókn málsins.
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst það heldur ómerkilegt, Einar, að birta nafn mannsins. Á hverju ári fer fjöldi aðila í skattrannsókn án þess að það sé nokkuð óeðlilegt við það. Rannsókn þarf ekki að þýða að viðkomandi hafi gert eitthvað af sér, þó svo að líklegast sé grunur um slíkt, þegar bréf eru send út. Sjálfur fékk í vor símtal frá þessu góða embætti, en mér dettur ekki í hug að nafngreina þann sem þá var í rannsókn.
Marinó G. Njálsson, 23.11.2007 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.