Brjóstahristingur

Færðin er misgóð um kjördæmið mitt (nú tala ég eins og aðstoðarmaður alþingismanns) í gær lá leið mín um Fagradal eins og flesta aðra virka daga. Á veginum var talsverður krapi og gekk líka á með þvottabrettum úr klaka. Mér varð um og ó, þegar ég keyrði yfir eins kílómeters langt þvottabretti og varð þess skyndilega var að brjóstin á mér hristust í takt við bifreiðina sem skoppaði um á þvottabrettinu. Ég bókstaflega fann fyrir þeim hristast. Þetta var viss upphrópun í mínu lífshlaupi, í fyrsta sinn tek ég eftir því að brjóstin á mér er ekki hreinir vöðvar lengur og hefur vaxið spik.

Mér varð hugsað um megrun, og skelfingin ein greip mig. Svo varð mér hugsað til frábærs atriðis úr Næturvaktinni þar sem Ólafur Ragnar var farinn að "laktosa", og þá hló ég einn með sjálfum mér.

Svo fór ég að spá í hvort brjóstahristingur af þessu tagi venjist vel. Það hlýtur að koma í ljós!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

*hlátur*

ég er reyndar kominn með nett man boobs eða mannbjöllur eins og ég kýs að kalla það. Kenni ég internetsýki og lífi í borginni þar um.

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband