Trekk í gegnum yellow og allt í skegg

Ég man vel eftir ávísanaheftum. Ég fékk fyrsta ávísanheftið mitt þegar ég var sautján ára. Í þau voru 20 blöð, ef ég man rétt - og skrifaði ég stoltur mína fyrstu ávísun í Shellskálanum á Egilsstöðum þegar ég fyllti Lödu Lux bifreið mína af bensíni. Ég skrifaði ávísun upp á 2.000 krónur og átti afgang. Þá var ódýrara að fyll´ann.

Við vorum misábyrgir með ávísanaheftin, við menntaskólatossarnir. Stundum gat komið sér vel að geta skrifað gúmmítékka á barnum í Hótel Valaskjálf um helgar. Það var talsverður höfuðverkur á stundum að greiða gúmmíviðskiptin. Í eitthvert skiptið fórum við tveir saman félagarnir á mánudegi og hittum hótelstjórann í Valaskjálf, sem aumkvaði sig yfir okkur og geymdi ávísanir okkar í einn og hálfan mánuð. Gegn því að við létum ekki sjá okkur þar í millitíðinni. Það var fínn díll.

Þegar að maður skrifaði gúmmítékka og hann var innleystur, þá fékk maður gulan miða sendan heim í pósti, guli liturinn sást vel í gegnum gluggann á umslaginu. Gulan miða þekkti maður úr góðri fjarlægð. Magnús Ármann skólafélagi minn hafði góða reynslu af þessu vandamáli. Eitt skipti er við stóðum við pool borðið í Menntaskólanum á Egilsstöðum spurði ég sem sannur vinur hvernig lífið væri að leika við hann. Hann svaraði: "Æj, það er trekk í gegnum yellow og allt í skegg." Við hlógum mikið að þessum fleygu orðum, en enginn annar viðstaddur fattaði brandarann. Við sem þekktum gula miða úr fjarlægð höfum notað þennan frasa æ síðan yfir blankheit.

Ef til vill er þessi staða uppi hjá auðjöfrum landsins um þessar mundir....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já gott ef nefndur Magnús Ármann er ekki í þessari stöðu sem einn af stærri fjárfestum í FL group :)

Pétur F. (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 10420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband