5.12.2007 | 15:15
Höfuðborgarvæðingin
Nú ætlar sjálfur heilbrigðisráðherra að heiðra Austfirðinga með nærveru sinni á morgun. Eftir að Austfirðingar hafa óskað eftir samtölum og fundum með heilbrigðisráðherra mánuð eftir mánuð er loksins komið að því.
Loforð um sjúkrahúsbyggingar og bætta þjónustu í þessum fjórðungi hafa ekki verið efnd, þvert á móti liggur fyrir niðurskurður hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, samkvæmt ákvörðun ráðherra. Þegar fólksfjölgun hefur aldrei verið meiri í fjórðungnum, er köttað niður. Þetta er athyglisvert. Hvernig dettur stjórnvöldum í hug að skella inn í okkar samfélag þvílíku skrímsli eins og álverið er án þess að bæta þjónustu? Þetta er óskiljanlegt. Auknum skatttekjum á svæðinu ættu að fylgja aukin útgjöld. ENN NEI segir ráðherra - þið skuluð leita til höfuðborgarinnar í sem flestum málum. Þetta er höfuðborgarvæðingin sem staðið hefur yfir í 50 ár og ekkert lát virðist vera þar á.
Ég er þeirrar skoðunar að taka eigi eins og 25% af fjármunum ætluðum til uppbyggingar á spítölum í Reykjavík og nýta þá til uppbyggingar á heilbrigðisþjónust á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi - frekar en að draga úr þjónustu þar og gera svæðin óbyggilegri heldur en áður.
Ég fer fram á að Guðni Ágústsson leyfi Gulla að smakka Framsóknargrautinn áður en hann flýgur af stað austur. Ef það verður þá fært.
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 5
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 10031
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
Af mbl.is
Erlent
- Fundurinn í dag gæti orðið sögulegur
- Segist tilbúinn í hlutlausa rannsókn
- Yfir 250 þúsund manns við útför páfa
- Trump og Selenskí áttu mjög árangursríkan fund
- Hamas sögð opin fyrir 5 ára vopnahléi
- Beint: Útför Frans páfa
- Selenskí og Trump funda mögulega í Róm
- Aðgerðir Trump-stjórnarinnar minni á McCarthyisma
Athugasemdir
Einhverntíman var talað um byggðarstefnu. Svo var mér sagt að hún væri ekki til. Ég keypti það alveg enda fór ekkert fyrir henni... hún sást aldrei. En svo áttaði ég mig á því að í alla þessa áratugi var verið að tala um Höfuðborgarbyggðarstefnu. Þá fór þetta að koma heim og saman. Þá skildi ég allt í botn.
Annars ætlaði ég að flytja heim aftur en hætti við. Augu mín beinast frekar að Seyðis eða Héraði.
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.