Hversu mörg störf skapar netþjónabú?

Getur einhver upplýst mig? Þessa dagana er verið að stilla upp netþjónabúum sem valkosti í iðnaðarflóru landsins. Lykitölur um orkuþörf hafa verið nefndar. En hversu mörg afleidd störf eru af netþjónabúi? Þessu hefur enginn fjölmiðill svarað. Netþjónabú poppar upp í mínum huga sem stór salur af stórum tölvum sem geyma gögn, ég sé fyrir mér 5-10 rafvirkja, 2-3 ræstitækna og húsvörð og forstöðumann þjóna einu netþjónabúi sem starfsmenn, eftir að um 500 Pólverjar hafa byggt það upp undir leiðsög íslensks verkstjóra. Leiðréttið mig ef rangt er.

Er þá ekki mikilvægt að ef finna skal orkufrekan og umhverfisvænni iðnað annan en álver, skuli valin iðnaður sem veitir sem flest afleidd störf? Er ekki mikilvægast að iðnaður sem nýtir takmarkaða orku landsins skapi sem allra flest störf?

Var að velta þessu fyrir mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhverntíman var talað um matvælaframleiðislu - það yrðu keyptir togarar og byggð stór frystihús sem víðast og þá myndu skapast afleidd störf.  Verkstæði, verslanir, matsölustaðir, hárgreiðslustofur, hús yrðu byggð og hvað það nú var sem átti að verða til með þessu.

Veit ekki hvort þessu var nokkurntíman hrint í framkvæmd. 

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 8560

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband