4.10.2007 | 22:33
Framleiða meira af koltvísýring en áli.
Mér var boðið í "smá" skoðunarferð um álver ALCOA í dag, eða öllu heldur þriggja tíma túr. Það var þokkalega fróðlegt.
Hins vegar vakti það sérstaka athygli mína - þegar þuldar voru yfir mig tölur að álverið blæs 1,4 tonnum af koltvísýring út í loftið fyrir hvert 1 tonn af áli sem það framleiðir. Út frá þessu ályktaði ég réttilega að álverið framleiðir 40% meira af koltvísýring en áli.
Það er hræðileg tölfræði.....annars var margt annað fróðlegt, merkilegt og tæknilegt - en þetta sló mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 21:22
Andi Alfreðs Þorsteinssonar svífur yfir vötnum - sem engill
Menn frjálshyggjunnar sem gagnrýndu þáttöku Orkuveitunnar í Línu.net og rækjueldi stýra nú útrás íslenska raforkuiðnarins á kostnað skattborgarana. Upphaflegi tilgangurinn um rafmagn fyrir alla á skynsömu verði er löngu gleymdur og grafinn í skjóli vonar um gróða í Afríku og Kína.
Í síðustu viku stóð einn framkvæmdastjórinn með Ólafi Ragnari Grímssyni uppi á sviði, einhvers staðar í Ameríku, og fékk að taka í hendina á Bill Clinton gegn því að lofa milljörðum króna í orkuverkefni í Afríku. Já það er auðvelt að nota fé annarra í áhættufjárfestingar. Þangað til annað kemur í ljós er þetta stærsti árangurinn hingað til í útrás orkufyrirtækjanna að hrista hendi Bill Clintons. Ég bið ykkur, strákar, komið þessum útrásarfyrirtækjum í einkaeigu hið fyrsta. Skattborgarar vilja frekar sjá lækkun rafmagns- og upphitunarkostnaðar heldur en gróðavonir eftir tugi ára í Afríku og Kína.
Já....einmitt, menn einkaframtaksins stunda einkaframtak fyrir opinbert fé!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 12:50
Aumingja Egill Helgason
Ætli ég haldi ekki aðeins áfram með RÚV-ið
Það svokallaða átak í innlendri dagskrárgerð sem boðað var með tilkomu nýs útvarpsstjóra er hvergi sjáanlegt. Leikið sjónvarpsefni, utan Spaugstofuna, er hvergi að finna á dagskrá Ríkissjónvarpsins.
Nýting á fjármagni virðist engin vera á stofnuninni og aukið fjármagn til þáttagerðar virðist vera ausið í þætti sem þegar voru til og hafa lítið batnað við aukið fjármagn. Aumingja Egill Helgason situr nú á miklu hærri launum en nokkru sinni fyrr og stýrir vönduðum bókmenntaþætti, sem hefði allt eins getað verið í útvarpinu á Rás 1 fyrir þau 4% þjóðarinnar sem hefur áhuga á vönduðum viðtölum við bókmenntagagnrýnendur og rithöfunda.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 20:28
Verst er að Spaugstofan skulu vera fyrir augum landsmanna
Mál Spaugstofunnar komust í þjóðmálaumræðuna fyrir mörgum dægrum síðan þegar Randveri Þorlákssyni var tjáð að nærveru hans væri ekki lengur óskað á flatskríni landsmanna. Þetta var hið versta mál, nú ganga meira að segja undirskriftalistar þar sem farið er fram á að Randver verði áfram í þættinum. Að sjálfsögðu er þetta hið versta mál.
Það er þó verra mál að Spaugstofan skuli vera fyrir augum landsmanna áfram, hún skánar ekki þó mönnunum fækki. Líklegast hefði verið farsælast að leggja hana niður með öllu og kalla til nýja og ferskari grínara sem hægt er að kalla grínara. Líklegast hefðu fáir kvartað þó Spaugstofan yrði tekin af dagskrá eftir 20 ára veru á skjánum. Svo er þátturinn réttlættur með áhorfstölum. Áhorfstölur á Ríkissjónvarpið á þessum tíma eru alltaf svakalegar, og yrðu jafnmiklar þótt öðrum grínlistamönnum yrði gefið tækifæri.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 16:19
RÚV - Keppst við næsta auglýsingahlé
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2007 | 20:54
Kastljósið - velheppnuð andlit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 12:15
Hvaða héraðsdómur?
![]() |
Þarf að greiða 150 þúsund fyrir sígaretturnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.9.2007 | 16:24
Ert þú "elítubloggari" eða kannski "hopeless-bloggari" ?
Að vera penni á Íslandi á dag hlýtur að vera skemmtilegt. Nú skrifa flestir bestu pennarnir á bloggið og auðvelt að fylgjast með því hvað þeir segja.
Nú hafa orðið til nokkrir flokkar penna/bloggara, og virðist komin upp hálfgerður elítuflokkur bloggara/penna. Það er sennilega hámarksárangur í bloggi. Hér er hugmynd að greiningu á bloggheimum.
1. Elítubloggarar - þeir sem hlotið hafa náð fyrir elítunni og fá mörg þúsund flettingar á dag. Það sem þeir segja vekur athygli. Þeir eru fastir í blogginu - mega ekki hætta, þá detta þeir úr elítunni. Eiga marga bloggvini úr elítunni. Ráðherrarnir fylgjast með því sem þeir skrifa.
2. Wanna be bloggarar - þeir sem eru að vinna að því að komast í elítuna. Keppast við að vera sem allra mest ögrandi og sniðugir. Þeir sem gefast ekki upp, komast í elítuna fyrir rest. Biðja oft "elítubloggara" að vera bloggvinir sínir til að líta betur út.
3. Áhugabloggarar - þeir sem blogga af því þeim finnst það gaman, og hafa áhuga á að tjá sig. Eiga fáa bloggvini, samt einhverja "fjölskyldubloggarar"
4. Fjölskyldubloggarar - þeir sem blogga fyrir fjölskyldu og vini. Blogga í dagbókarformi (upphaf bloggsins)
5. Hopeless bloggarar´- þeir sem blogga bara í nokkra daga - í lotum oftast tvisvar til þrisvar á ári. Eiga oftast nokkra "elítubloggara" að bloggvinum. Dreymir um að verða "elítubloggarar" einn daginn.
(Ég er líklegast "hopeless bloggari")
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 20:36
Afturhaldskommatittir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 23:47
B.INGI mátti fara fram - Geir með eftirsjá í augum
Jámm Valgerður vill verða varaformaður og ég styð það, enda er kella úr mínu kjördæmi - höfuðvígi framsóknarflokkksins. Sé engan annan tilvalin til starfans, nema þá ef B.INGI hefði verið fyrri til að gefa kost á sér. Það hefði í raun verið KÚL mín vegna. Hefði undirbúið framtíðarfarveg flokksins aðeins og gefið skemmtilegri ímynd á flokkinn. Tími B.INGA kemur samt bráðum.
Svo var ég að pæla. Horfði nefnilega upp á það þegar Geir Hilmar Haarde og Ingibjörg Sólrún mættu í viðtal saman. Það var nefnilega fyndið að heyra hvað kerlingin talaði miklu meira en Geir, og mér fannst jafnvel sem Geir væri farin að gjóa augunum til hennar, og það var eins og augnaráðið væri að segja: "Sjitt, af hverju fór ég með henni í stjórn?"
Svo átt ég eggjaköku í kvöldmat.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 22:25
Pólskir vinnumenn og snjókoma fyrir austan
Jæja þá fer að nálgast sumarið - ég horfi hér út um gluggann í blokkinni minni á Egilsstöðum og sé varla út því það snjóar svo mikið. Ekki beint uppörvandi að hugsa til þess að í fyrramálið þarf ég að byrja á því að strjúka snjóinn af rúðunni á bílnum mínum.
En jú það er fínt að vera minntur á að norðurhvel jarðar er nálægt mér.
Á morgun ætla ég semsagt að vakna, strjúka snjóinn af bílrúðunni og kveikja mér í sígarettu. Svo ætla ég að hella mér upp á þónokkuð sterkt kaffi í vinnunni, og reykja svo aftur áður en ég geri eitthvað af viti.
Á vinnustaðnum mínum eru margir pólverjar og eins margir frá öðrum þjóðlöndum. Þeir eru alltaf byrjaðir að vinna á undan mér. Þeir eru líka enn að vinna þegar ég hætti að vinna. Ég veit í rauninni hvorki hvenær þeir byrja á morgnana né hvenær þeir hætta. Skrítið.
Þeir eru fínir vinnumenn fyrir íslensk kapítalísk fyrirtæki. Enginn fjölskylda eða einkalíf að þvælast fyrir þeim. Enginn börn sem verða veik heima. Engin kona sem vill fara að versla á laugardögum. Ekkert áhugamál sem gerir það að verkum að stundum þarf að hætta fyrr. Engin GSM sími sem hringir, það er svo dýrt að hringja milli landa. Enginn bíll sem þarf að fara með á verkstæði. Ekkert! Óskabörn Þjóðarinnar! Notum þetta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 16:59
Jón Sigurðsson: Hefði mátt raka sig áður en hann sagði af sér
Foringinn sagði af sér og gufaði upp eins fljótt og hann kom. Eins og andi í flösku birtist hann mér fyrir nokkrum mánuðum, og eins og andi í flösku hvarf hann mér í dag. Ágætt svosum að hann var ekki að rembast við að vera formaður áfram, enda staða hans slæm án þingsætis. Þessi maður sýndi þó að hann er liðtækur pólítíkus og hefði verið gaman að fylgjast með honum sem þingmanni. Því miður tókst honum ekki ætlunarverkið.
Reyndar finnst mér maðurinn hefði mátt raka sig svona rétt áður en hann tilkynnti um afsögn sína. Því ég tel að undir hinum óhrjálegu skeggbroddum leynist myndarlegur sjéntilmaður sem hefði fengið nokkru fleiri atkvæður rakaður en órakaður. Ég spái því að hann eigi PHILIPS rafmagnsrakvél sem hann stillir alltaf á sömu broddlengdina, og líklega rakar hann sig daglega með henni á milli kl. 22:30 og 22:45. Svo les hann gamalt eintak af Tímanum áður en hann slekkur ljósin og sofnar í kjöltu eiginkonu sinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 23:07
Sjitt, Þórunn Sveinbjarnar umhverfisráðherra!!
Mín versta martröð er staðreynd!!! Þórunn Sveinbjarnardóttir er orðin ráðherra. Rauðsokka og femínisti, rauðhærð í þokkabót með frekjurödd, er orðin ráðherra. Sjitt. UMHVERFISRÁÐHERRA. Sjitt.
Þetta á eftir að ógna öryggi mínu sem rólegur karlmaður næstu fjögur árin. Kannki á ég eftir að breytast í graman karl, bara út af þessu. Sjitt.
Svo virðist sem líf mitt sé ekki byggt á traustum grunni, ef þetta hefur svona mikil áhrif á mig.
Ráðherra er orðin rauðhærð kona, sem er svona og svona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2007 | 22:24
VÁ! Það snjóaði í Esjuna
Ég vaknaði upp við váleg tíðindi í morgun þegar ég kveikti á útvarpinu, jú það snjóaði í Esjuna. Þvílík frétt, það er eins og einhver hafi reiknað með að við byggjum í sunnanverðri Evrópu.
Í maí snjóar yfirleitt í fjöll annað slagið, þótt það komi vikulöng hlýindi í byrjun maí, þá kólnar fljótt. Hér á Austurlandi tildæmis, sem er líka á Íslandi þá snjóar í fjöll og er búið gera megnið af maí. Ekki er sagt frá því í fréttum, augljóslega vegna þess að það er eðlilegt.
Í kvöldfréttum Sjónvarps var svo dubbaður upp veðurfræðingur og hann spurður út í hvers vegna í ósköpunum gæti snjóað í fjöll í maí. Meira að segja var hann spurður með dramatískum hætti hvort þetta myndi hafa MIKIL áhrif á fuglalíf sumarsins, eins og það séu bara fuglar við tjörnina í Reykjavík. Hverju átti maðurinn eiginlega að svara? Kannski hefði bara átt að fá David Attenborough til að gera heimildamynd um þessa köldu nótt í nafla alheimsins, Reykjavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2007 | 23:16
Ég lifi í draumi um að Kristján Júlíusson verði samgönguráðherra
Ég lifi í voninni um að Kristján Júlíusson verði samgönguráðherra og geri Samgöng á Austurlandi að raunveruleika.
Ég lifi í voninni um að Þórunn Sveinbjarnardóttir verði ekki ráðherra, það myndi gefa mér grænar bólur á bakið og pirring eins lengi og ráðherradómur hennar lifir.
Ég lifi í voninni um að stjórnarmyndunarviðræður fari út um þúfur og vinstri stjórn verði mynduð - IN MY DREAMS.
Ég lifi í voninni um Húsavíkurálver, svo hagvöxtur á landsbyggðinni verði viðvarandi og eðlilegur áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 04:23
Þingvallastjórnin (baugsstjórn) lifir varla kjörtímabilið
Af hverju? Jú, þegar erfiðu málin koma upp lendir Geir Hilmar Haarde milli tveggja frekustu kvenna landsins. Þeirra Ingibjargar Sólrúnu og Þorgerðar Katrínar, ég leyfi mér að efast um að Þorgerður þoli ráðsemi Ingibjargar til lengdar og að samstarfið verði afar stirt innan tveggja til þriggja ára. Jú það hentir máski að stjórnin lifi fjögur ár, en ég leyfi mér að stórefast um að Samfylkingin verði meira en 15% flokkur eftir kjörtímabilið og að Ingibjörg Sólrún verði þá komin í afar erfiða stöðu.
Hvað sem öllu líður, þá verður gaman að fylgjast með því hvernig stjórnarsáttmálinn lýtur út þegar hann er klár. Því miður mun hvorugur flokkurinn gera mikið fyrir landsbyggðina hvorki í samgöngumálum né atvinnumálum, nema þá helst að Kristján Júlíusson verði samgönguráðherra. Flokkarnir munu því miður vera farnir að gera samninga við einkaaðila um þjónustu við heilbrigðiskerfið innan 6 mánaða. Ef landbúnaðarráðuneytið kemst í hendur Samfylkingar mega bændur passa sig á því að halda uppi veglegum áróðri og spái ég því að staðan verði erfið fyrir bændur á kjörtímabilinu.
Spái því að Björn Bjarnason muni hverfa í pólitíska stöðu áður en kjörtímabilinu lýkur.
Spái því að Arnbjörg Sveinsdóttir verði áfram þingflokksformaður.
Spái því að Pétur Blöndal fái enga almennilega nefndarformannsstöðu.
Spái því að Einar Már Sigurðsson verði ekki auðveldur í einkavæðingaráformum.
Spái því að Ágúst Ólafur fái ekki ráðherratign.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 20:16
Þeir voru með strekta brók, öskruðu og hlustuðu á þungarokk
Í dag var ég svo leiður á rigningunni að ég settist inn og kveikti á sjónvarpinu. Þar var að finna liðakeppni í ólympískum lyftingum. Þetta er ekki í frásögur færandi nema að keppnin fór fram í Smáralind, sem hefur væntanlega átt að draga að áhorfendur og auka áhuga á þessu óskiljanlega sporti.
Einhverra hluta vegna völdu lyftingamennirnir að spila hart metal rokk eins hátt og þeir gátu. Þannig tókst þeim að fæla burt þá fáu áhorfendur sem hefðu haft áhuga á að kynna sér íþróttina. Þeim datt ekki einu sinni í hug að spila aðeins mýkra rokk, nei - þeir þurftu að botna harðan metal í græjunum sem 2% lifandi fólks hafa áhuga á að heyra.
Þannig varð þessi lyftingakeppni að hálfgerðu skemmtiatriði þegar menn í rauðri brók sem strekktist uppí rassgat löbbuðu uppá pall, öskruðu og toguðu í stöng með lóðum á sitthvorum endanum. Mjög athyglisvert.
Já og Ísland tapaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 12:25
Framsókn átti að fara í stjórn
Akkúrat. Framsókn átti að fara í stjórn. Átti að taka ráðuneyti eins og dómsmálaráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti og láta þar við sitja. Svo átti að segja frá því í fjölmiðlum að flokkurinn hefði einfaldlega ekki umboð til frekari valda. Eftir ca. 1 til tvö ár hefðu sjálfstæðismenn verið sjúkir í að einkavæða í heilbrigðisgeiranum og þá hefðu Framsóknarmenn lykilstöðu til að sprengja stjórnina og mynda vinstristjórn. Þetta hefði fært Framsóknarflokknum endurnýjun lífdaga í næstu kosningum. Vona einfaldlega að flokkurinn deyji ekki sem fylgifiskur Vinstri Grænna í stjórnarandstöðul, með formanninn utanþings. Erfið staða, en alls ekki óyfirstíganleg.
En auðvitað er þetta niðurstaða úr lélegri kosningabaráttu og slöku kjörtímabili. Það virðist hafa gleymst að mæta með málefni í kosningabaráttuna sem kjósendur voru til í að stökkva á. Til samanburðar má nefna málefnin fyrir seinustu kosningar þar sem Framsókn mætti með tillögur að hærri íbúðalánum, það gátu kjósendur stokkið á. Nú var ekkert sambærilegt málefni til staðar.
Annars held ég að snemmbúið ársþing Framsóknar sé málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 10037
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar