15.11.2007 | 18:58
Krullaður ríkisráðgjafi!
Það fór aldrei svo að ríkið gæti ekki stutt Friðriki Þór með kaupum á sýningarrétt.
Hefði ekki verið einfaldara að gera hann að sérstökum launuðum ríkislistamanni?? Heldur en sérlegum ráðgjafa íslenska ríkisins í kvikmyndamálum!
"Friðrik Þór Friðriksson verður sérstakur ráðgjafi íslenskra stjórnvalda í kvikmyndamálum og hann mun á fyrstu fimm árum gildistíma samningsins kynna íslenska kvikmyndalist og heimsækja tiltekinn fjölda grunn- og framhaldsskóla skv. nánara samkomulagi við yfirvöld fræðslumála.
Skólar eru hvattir til að nýta sér kvikmyndir Friðriks Þórs Friðrikssonar, t.d. við kennslu í íslenskum bókmenntum og kvikmyndafræðum."
http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Dreifibref/nr/4294
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 16:25
Rembst við rjúpu!
"Ég var að koma af rjúpu, einni rjúpu!"
Þetta sagði austfirskur veiðimaður fyrir stuttu. Rjúpnastofninn hefur sennilega aldrei verið í lélegra standi síðustu áratugi, þrátt fyrir að dregið hafi verið mikið úr veiði með sérstökum aðgerðum umhverfisráðherra. Eitt árið varð úlfaþytur á alþingi, þegar sumir alþingismenn sáu fram á að jólasteikin gæti orðið annað en rjúpa.
Verðum við ekki að hætt að veiða rjúpu í bili, þótt aðrar breytur eins og minkur, refur, fálki, veðurfar og sveiflur í stofinum hafi áhrif?
Er rómantískt að borða eina af síðustu rjúpunum??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 12:35
Hroki, forvitni, klígja og vorkunnsemi
Ég "lenti" í því að sjá hámenningarlegan þáttinn "Allt í drasli" á Skjá Einum fyrir stuttu síðan. "Gestgjafi" þáttarins var tveggja barna einstæð móðir í Kópavoginum, og var hún að þessu sinni fengin til að bera drasl sitt á torg sjónvarpsáhorfenda.
Þessi þáttur vekur upp með mér fjórar kenndir sem eru hroki, forvitni, klígja og vorkunnsemi - sem er svolítið skrítin samsetning.
Hroki gagnvart þeim óþrifnaði sem gestgjafar þáttarins virðast geta búið við.
Forvitni um hvernig persónur það eru sem "lifa" svona.
Klígja gagnvart viðbjóðinum sem fyrirfinnst í íbúðum gestagjafanna.
Vorkunnsemi gagnvart gestgjöfunum sem líklegast eiga við andlegt vandamál að stríða fremur en óstjórnlega áráttu fyrir subbuskap.
Út á þessar kenndir mínar, og erfiða stöðu gestagjafana gera svo þáttaframleiðendur Skjás Eins út á - og meika peninga af öllu saman.
Löglegt - alveg pottþétt.
Siðlaust - æji ég held það barasta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2007 | 09:54
Landbyggðarvæll dagsins
Það erfitt að sjá út hvernig sú ákvörðun að fella niður flutningsjöfnun á eldsneyti til landsbyggðarinnar varð til. Hver ætli hafi átt hugmyndina? Og hver ætli hafi klappað hverjum á bakið og sagt hana snilldarlega?
Á sama tíma og Vestfirðir fá 150 milljónir í sérstaka flutningsjöfnun, þá fá Austfirðingar ekki eina krónu til þess arna. Þegar flutningsjöfnun á eldsneyti er aflögð, þá hækkar eldsneyti í verð - og þar af leiðandi flutningskostnaður. Vart þarf að taka fram að flutningskostnaður er stór hluti vöruverðs á Austurlandi, enda vegalengdirnar mestar.
Sumir myndu kalla þetta aðhald á ríkisbuddunni. En ég ætla að kalla þetta fáránleg vinnubrögð!
Ég fer að gráta bráðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2007 | 11:37
Leiðinleg ferðasaga.....
Ferðasögur eru lesefni sem hefur aldrei höfðað til mín neitt sérstaklega. Ég verð þó hins vegar að mæla nokkur orð um ferðalag sem ég tók þátt í til Vestmannaeyja á laugardaginn.
Ég tók að mér að fara með unglingaflokk Hattar til Vestmannaeyja til keppni í handknattleik. Lagt var af stað kl. 6:30. Reyndar eftir hálftímaleit að markverði okkar, sem svo fannst aldrei!! Og hefur ekki spurst til enn. Við keyrðum sem lá leið suðurströndina í erfiðum púðursnjó fyrstu 250 kílómetrana, svo tók við erfitt krapaslapp næstu 200 kílómetrana. Við tókum svo flug frá Bakka kl. 15 og spiluðum í Eyjum kl. 16. Strákarnir mínir voru talsvert sljóir í fyrri hálfleik eftir að hafa setið í bíl allan daginn, og töpuðum við 33-23 ef ég man rétt. Svo gáfum við okkur um 5 mínútur til að fara í sturtu áður en við brunuðum á flugvöllinn. Við lögðum af stað keyrandi aftur til Egilsstaða kl. 18.35 frá Bakka. Kl. 19.31 komum við á Vík, en grillinu hafði lokaði kl. 19.30 og það var auðvitað enginn séns að fá afgreiðslu þar. Því urðu drengirnir mínir að gera sér útrunnar samlokur sér að góðu. Svo var haldið heim á leið í brjálaðri hálku og komum við heim til Egilsstaða kl. 02:30. Þá reiknaðist mér til að við hefðum verið um 20 klst. á ferðalagi.
Helstu niðurstöður ferðarinnar:
1. Það eru ekki góð bílstjórasæti í Renault rútukálfum, orskaka bakverk, hálsverk og hausverk.
2. Flugfélag Vestmannaeyja er magnað fyrirtæki, sem flýgur þegar þér hentar.
3. Íslensk veðrátta og vegir eru stórhættuleg fyrirbæri.
4. Grillið á Vík í Mýrdal er með einni mínútu of skamman opnunartíma.
5. Olían á Kirkjubæjarklaustri er dýrari en á Egilsstöðum.
6. Kaffið í Olís á Hornafirði kostar 100 kr. en kostar ekkert í Olís Egilsstöðum, og ekkert í Olís Reyðarfirði.
7. Bland í poka, Magic, grænn opal, Coca Cola og Freyju Draumur - er allt óhollt drasl - en nauðsynlegt til þess að halda þreyttum bílstjórum vakandi.
8. Öxi er erfiðasti fjallvegur landsins, sem er ein akrein og mjög þröngur. Ef þú missir Renaut rútukálfa þar þvert á veginn í hálku, þá nærðu að fella vegstikur báðum megin - þetta var sannreynt.
9. Norðurljósin sjást um allt land.
10. Egilsstaðir eru fallegri við heimkomu, en við brottför.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2007 | 12:19
KB banki, sparkar í neytendur - liggjandi
Sú ákvörðun Kaupþings að þau "íbúðalán" sem bankinn hefur lánað síðustu ár séu óyfirtakanleg nema með hækkun vaxta er ógeðfelld. ÓGEÐSLEG. Bankinn sparkar í viðskiptavini sína, liggjandi. Af hverju liggjandi. JÚ vegna þess að þeir geta enga björg sér veitt.
Dæmi:
Segjum að Jón eigi íbúð á 20 milljónir með 100% KB láni. Vilji Jón selja hana, getur kaupandinn ekki yfirtekið lánið á sömu kjörum! Það leiðir til þess að Jón þarf að borga uppgreiðslukostnað við lánið að upphæð 2%. 400 þús! Kaupandinn þarf að taka nýtt lán frá Íbúðalánasjóði og borgar stimpilgjöld ca. 300 þús. ERGO - allir tapa - jah nema Kaupþing.
Löglegt, kannski.
Siðlaust, alveg pottþétt.
Þetta hefur undirstrikað nauðsyn Íbúðalánasjóðs á markaðnum - og það í harðri samkeppni við banka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2007 | 09:42
Nýr GUÐ, jarðvarma-GUÐ
Æj.....
Ég fæ óþægindatilfinningu í magann þegar Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sér sig knúinn til að tala um orkuútrásina eins og refabúin og fiskeldið. Hann talar um málið eins og trúarleiðtogi - það var eins og Benny Hinn, eða Gunnar í Krossinum væri mættur í viðtal í Silfri Egils til að lýsa trúarsannfæringu sinni á sunnudaginn. Af svo mikilli innlifun og offorsi talaði okkar minester um hina meintu jarðvarmaútrás.
Eins og lítill uppnuminn skólastrákur lýsti hann því þegar forseti Indónesíu opnaði eitthvert herbergi í forsetabústaðnum, "sem þeir höfðu greinilega aldri fengið að sjá inn í " þar átti hann við að hans eigin heimsókn hafi í augum Indónesa verið svo merkileg - í þeirra augum!!!
Það er eitthvað skrítið við þetta allt saman, svo talar hann um 2000 milljarða fjárfestingar, sem er svo há upphæð að erfitt er að tengja hana við raunveruleikann. Almenningur er orðin svo vanur milljarðatali að enginn kveikir á perunni.
Ég segi bara - hugsum um okkar heimamund áður en við förum að leika GUÐ - jarðvarma-GUÐ.
Ég er með tillögu: Leyfum einkaaðilum að bjóða í þessa stráka í OR sem vita "allt" um jarðvarma og leyfum þeim að fara til Eþíópíu, Indónesíu, Kína, Filipseyja og annarra ríkja með sínar eigin krónur. Ok?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2007 | 16:25
DV reynir að flikka upp á ímyndina
Mér fannst ég skyldugur til að mæta á uppákomu á Hótel Héraði sem DV menn stóðu fyrir á föstudaginn. Þar töluðu ritstjórar blaðsins um gamlar syndir, og að fyrrverandi ritstjórar hefðu gert afdrifarík mistök. Þeir lögðu áherslu á vandaðra blað. Góðra gjalda vert.
Í máli Sigurjóns Egilssonar kom fram að honum finndist Spaugstofan ekki lengur fyndin. Þar er ég hjartanlega sammála honum. Hann sagði frá því að hann bíður alltaf eftir að þættinum ljúki til að sjá mistökin við gerð þáttarins sem eru birt í lokin. Þarna get ég verið Síamsbróðir hans - því ég geri hið nákvæmlega sama.
Annars voru fáir sem lögðu leið sína á fundinn.....ætli hafi ekki verið svona sjö frá DV, sjö utan úr bæ og fjórir bæjarfulltrúar frá Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði sem voru mættir til að taka þátt í spurningakeppni DV.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2007 | 23:14
Ósigraðir á heimavelli
Ég fer vel af stað sem handboltaþjálfari.
Í gær vann unglingaflokkur Hattar sinn fyrsta leik á tímabilinu 10-0. Reyndar var það vegna þess að Þróttur frá Reykjavík mætti ekki til leiks í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Þeir eiga yfir höfði sér 100 þúsund króna sekt vegna þessa.
Vona að þetta verði ekki eini sigur okkar í vetur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.11.2007 | 23:43
Dellingurinn Sigurður K(L)ári enn á bjórkvöldi
Nú vill hin Klári Sigurður Kári banna birtingu á tekjum einstaklinga. Já og tíu aðrir sjálfstæðismenn.
Það er líkt og þeir trúi því að þeir séu enn á bjórkvöldi hjá Heimdalli og þeir geti boðið upp á rökflutning sem þeir í Morfís keppni væru. Í Morfís skiptir ekki máli hvort maður hefur rétt fyrir sér, aðeins hvert hugmyndaflugið tekur þig til að færa rök.
Birting upplýsinga um tekjur einstaklinga er til þess fallin að grafa undan því trúnaðarsambandi sem viðgengist hefur á vinnumarkaði um launakjör í frjálsum vinnusamningum."
segja þessir Heimdellingar. Allir vita að trúnaðarsamband á frjálsum vinnumarkaði er ekki til hagsbóta fyrir neina nema atvinnurekendur - þannig vilja þeir vernda atvinnurekendur.
Svo segja Heimdellingar (já þeir hafa hugmyndaflug)
"Leiða má líkur að því að fjölmiðlaumræða af slíku tagi feli í sér hættu á að einstaklingar verði fyrir óverðskuldaðri áreitni vegna tekna sinna, ýmist vegna þess að þær þyki of háar eða of lágar.
Það var þá!!! Til að vernda borgarann er það ekki? Hef ekki heyrt um neinn sem hefur fengið óverðskuldaða áreitni vegna of lágra tekna!! Hvernig var það með Jón Ólafsson þegar hann greiddi vinnukonuútsvar - var gagnrýni á hann þá óverðskulduð? Er gagnrýni á ofurlaun sumra einstaklinga í samfélaginu óverðskulduð?
Maðurinn KLÁRI - sem nánast æpir orðið "spilling" við hin minnstu tækifæri vill ýta undir spillingu hvar sem er í þjóðfélaginu með frumvarpinu.
SVEI ÞÉR! Sigurður K(L)ári.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2007 | 17:49
Ég er fyrirmynd auðkýfinga
Ég bý í sveitó samfélagi, og er sveitó maður. Ég er svo sveitó að ég er að fara á Bændahátið á morgun.
Ég er svo sveitó að ég er að reyna að kaupa mér landskika. Ég er svo sveitó að ég á hesta. Ég er svo sveító að ég rækta hesta. Ég er svo sveitó að stundum fer ég á hestasýningar. Ég er svo sveitó að ég á lopapeysu. Ég er svo sveitó að ég fer oft út að borða í hádeginu í reiðbuxum. Ég er svo sveitó að bíllinn minn angar af hrossalykt. Ég er svo sveitó að stundum anga ég af hrossalykt.
Þótt ég svo svona sveitó þá vilja mjööög margir auðkýfingar verða eins og ég. Kaupa sér rándýra hesta, jarðir, lopapeysur og reiðbuxur í röðum.
Nema þeir mæta ekki á Bændahátíð í Hótel Valaskjálf á morgun.
bara að pæla.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 12:42
Lostafull reiðhjólaást
Á forsíðu 24 stunda í gær var smáfrétt. Þar var fjallað um breskan náunga sem var settur á lista kynferðisbrotamanna þar í landi fyrir að hafa mök við reiðhjól. Hann á að hafa skakast á reiðhjóli með lostafullum hætti inni á hótelherbergi sínu á hóteli einu. Starfsfólk hafði gengið inn á hann og orðið vitni að ósköpunum. Ég hugsaði út í nokkur atriði varðandi þetta:
1. Er eitthvað saknæmt við að hafa kynmök við dauða hluti?
2. Er ekki betra að hann hjakkist á reiðhjóli frekar en að misnota lifandi fólk?
3. Er þá ekki meirihluti karlmanna kynferðisafbrotamenn? Hefur ekki stór hluti karlmanna skakast á dauðum hlutum með lostafullum hætti?
4. Hvað með konur sem hafa kynferðislegan losta af reiðhjólahnökkum? Ætti ekki að setja þær á lista yfir kynferðisafbrotamenn?
5. Starfsfólk hótelsins, ætti það ekki að skammast sín fyrir að ganga inn á manninn? Og geta ekki þagað yfir sjálfsfróun hans?
Bara svona pæling......ekki það að ég hafi ást á reiðhjólum - þótt einhvern tímann um tvítugt hafi ég skartað einkanúmerinu BMX á bifreið minni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 00:07
Sjálfmiðaður þingmaður úr Fjallabyggð
Frasinn "að vera sjálfmiðaður" rifjaðist upp fyrir mér fyrir nokkrum dögum. Það var einungis vegna þess að ég las bloggsíðu Birkirs Jóns Jónssonar þingmanns kjördæmis míns.
Þar lýsir hann sjúkdómnum sykursýki og að hann hafi greinst með sjúkdóminn. Þar af leiðandi hafi hann meðal annars farið í heilsuátak með einkaþjálfara í World Class. Góðra gjalda vert. Uppgötvaði hann að eigin sögn mikilvægi þess að vera við góða heilsu. Orð hans leiddu að því í kjölfar uppgötvunar hans, að honum finndist jafnvel sem ríkið ætti að taka þátt í kostnaði fólks af heilsurækt. Þetta kalla ég að vera sjálfmiðaður.
Í annarri bloggfærslu tilkynnti hann okkur um að hann hefði alla tíð verið íhaldssamur um hvort leyfa ætti innflutning á nýju kúakyni. Svo segir hann "Ég hef styrkst í þeirri afstöðu minni eftir að mér barst tölvupóstur í gær þar sem mér var tjáð að í íslensku mjólkinni séu efni sem minnka hættuna á að fólk fái sykursýki 1, efni sem ekki er að finna í norsku mjólkinni." Þetta kalla ég líka að vera sjálfmiðaður.
Utan það að rætt var aðallega um innflutning á sænsku kúakyni. Ekki það að ég ætlist til þess að Birkir Jón fylgist með umræðunni betur en þetta - þar sem hann er hvorki af norskum né sænskum ættum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 18:49
Ég var kallaður Fjarðarbyggðarmaður
Endurskoðuð bloggfærsla!
Nú á ég við það vandamál að etja að Fjarðarbyggðarmenn kalla mig héraðsmann, og suðurfjarðarmenn kalla mig fjarðabyggðarmann. Ég virðist þannig vera staddur milli hreppa.
Bloggar | Breytt 3.11.2007 kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 11:36
Spilling komin í tísku, finnst nú á Austfjörðum
Það er ekki oft sem orðin SPILLING og SJÁLFTAKA heyrast í ausfirskum sveitarstjórnarmálum. En nú er orðin breyting á. Það er nú svosum ekkert gleðiefni að þessi tíska sé loksins komin hingað Austur.
Björgvin Valur súperbloggari hefur nú ýtt af stað bjargi SPILLINGARINNAR og bloggar um bæjastjórnarmann sem fékk 60 þúsund krónur í styrk frá eigin bæjarfélagi.
Ég ætla nú svosum ekki að úthrópa þennan forseta bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, því mér finnst 60 þúsund kall bara allt of smá upphæð til að verða úthrópaður maður SPILLINGARINNAR í kjölfarið.
Held að maðurinn hefði átt að hugsa málið aðeins betur áður en hann sótti um styrkinn - er þess virði fyrir hann að fá límt á sig frímerki spillingarinnar fyrir 60 þúsund kall?
Fyrir 60 þúsund fæst þvottavél á tilboði eða áskrift að Stöð2 og Sýn í eitt ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 01:18
Tapið gegn Liechtenstein var þá sigur eftir allt saman
Það virðist vera sem stærsta skref landsliðsins í langan tíma hafi verið að tapa 3-0 gegn Liechtenstein. Það varð þó allavega til þess að Eyjólfur fær ekki endurnýjaðan samning við KSÍ, það er stóri plúsinn. Hefði íslenska landsliðið slysast til að vinna leikinn, hefði KSÍ allt eins verið líklegt til að endurnýja samning Eyjólfs - og það hefði verið feigðarför. Stærsta martröð íslenska landsliðsins hin síðari ár virðist því vera að breytast í eitthvað jákvætt.
Til hamingju Ísland.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 12:14
Ég fékk synjun - fæ ekki að kaupa í REI
Þættinum hefur borist tölvupóstur frá Orkuveitur Reykjavíkur, birtur í heild:
Viljirðu afla þér frekari upplýsinga eða skýringa er velkomið að hafa samband við undirritaðan eða starfsfólk Reykjavik Energy Invest.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 23:07
Fylgni milli aukinnar líkamsfitu minnar og Hálslóns
Þessa frétt staldraði ég við í gærkvöldi þegar ég heyrði hana í sjónvarpinu. Ég hjó sérstaklega eftir þeirri staðreynd sem Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur varpar fram: "Fylgni er milli jarðhræringa á svæðinu og fyllingar Hálslóns."
Og svo segir hann í frétt á visi.is: "Hann segir að tengsl séu á milli fyllingar Hálslóns og skjálftanna við Upptyppinga því að skjálftahrinan hafi farið af stað þegar Hálslón við Kárahnjúka tók að fyllast."
Og enn frekar "Páll sagði að ekki væri búið að útiloka að Hálslón hefði haft áhrif á skjálftavirknina við Upptyppinga. Vottur af fylgni væri á milli vatnsborðsins í lóninu og skjálftavirkninnar við Upptyppinga. Hins vegar skorti alveg eðlisfræðilega skýringu á því hvernig á því ætti að standa." !!
Samkvæmt þessu vantar EÐLISFRÆÐILEGAR skýringar á fylgni milli fyllingar Hálslóns og skjálftavirkni á Upptyppingum. Það EKKI vitað hvort þetta tengist!
Samkvæmt mínum útreikningum er jafn mikil fylgni milli aukinnar LÍKAMSFITU minnar og fyllingu Hálslóns! Ég byrjaði að fitna þegar Hálslón tók að myndast. Ég á bara eftir að finna EÐLISFRÆÐILEGA skýringu á tengslunum!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2007 | 16:43
Fréttablaðið með fréttirnar áður en þær gerast
Það er því ekki úr vegi að rifja upp fræga setningu fyrrverandi veðurfræðings sem sagði: Sögur af andláti mínu eru stórlega ýktar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2007 | 13:53
HÁTÆKNISJÚKRAHÚS - "bara flott orð"
Ég lenti á svokölluðu GÁFUMANNALEGU tali við læknir, tal okkar var í gáfulegri kantinum og ræddum við heilbrigðismál á landsbyggðinni á mjög gáfulegan hátt. Þessi læknir hefur m.a. starfað í nútímalegum og stórum spítala í hinni stóru Evrópu.
Við vorum sammála um að HÁTÆKNISJúKRAHÚS væri einhvert snjallasta orð sem fundið hefur verið upp. Þegar ákveðið var að henda 60 milljörðum í endurbyggingu Landspítalans, þá var fundið upp nýtt orð - HÁTÆKNISJÚKRAHÚS, sem er bara flott orð yfir NÚTíMASJÚKRAHÚS. Gagnrýnislausir fjölmiðlamenn stóðu á tröppunum á stjórnarráðinu - og hugsuðu með sér "vóó, hátæknisjúkrahús!" Algjörlega gagnrýnislaust.....Samkvæmt gáfumannlegri kenningu okkar þá var umræða um málið kæfð með þessu eina orði - þ.e. Hátæknisjúkrahús.
Þessi gáfulegi læknir hafði áhyggjur af því að á Íslandi yrði bara EINN spítali í framtíðinni búinn nútímatækni. Hann varpaði þeirri gáfulegu hugmynd fram að klipið yrði af fjárveitingum til Landspítalabyggingar, klipið af fjármagn til uppbyggingar spítala á Vestfjörðum, spítala á Norðurlandi, spítala á Austurlandi og spítala á Suðurlandi. Mér fannst þetta GÁFULEGT. Restin af peningunum eða svona 40 milljarðar taldi hann GÁFULEGT að nota til endurbyggingar Landspítalans sem er ágætlega búinn spítali.
Þetta töldum við að myndi bæta öryggi sjúklinga í heimabyggð. Minnka sjúkraflug. Öflugt þekkingarfólk kæmi til starfa úti á landi. Þannig yrði stuðlað að samfélagi þar sem menntunarstig myndi aukast, og þjónasta eflast.
Gáfumannalegt tal okkar hélt svo áfram í nokkra klukkutíma, ræddum við ekkert fleira GÁFULEGT
En er betra að öll heilbrigðisþjónusta landsins sé stödd við Hringbraut? Veit einhver hvað Hátæknisjúkrahús er?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar