Færsluflokkur: Bloggar

Jón Sigurðsson: Hefði mátt raka sig áður en hann sagði af sér

Foringinn sagði af sér og gufaði upp eins fljótt og hann kom. Eins og andi í flösku birtist hann mér fyrir nokkrum mánuðum, og eins og andi í flösku hvarf hann mér í dag. Ágætt svosum að hann var ekki að rembast við að vera formaður áfram, enda staða hans slæm án þingsætis. Þessi maður sýndi þó að hann er liðtækur pólítíkus og hefði verið gaman að fylgjast með honum sem þingmanni. Því miður tókst honum ekki ætlunarverkið.

Reyndar finnst mér maðurinn hefði mátt raka sig svona rétt áður en hann tilkynnti um afsögn sína. Því ég tel að undir hinum óhrjálegu skeggbroddum leynist myndarlegur sjéntilmaður sem hefði fengið nokkru fleiri atkvæður rakaður en órakaður. Ég spái því að hann eigi PHILIPS rafmagnsrakvél sem hann stillir alltaf á sömu broddlengdina, og líklega rakar hann sig daglega með henni á milli kl. 22:30 og 22:45. Svo les hann gamalt eintak af Tímanum áður en hann slekkur ljósin og sofnar í kjöltu eiginkonu sinnar.


Sjitt, Þórunn Sveinbjarnar umhverfisráðherra!!

Mín versta martröð er staðreynd!!! Þórunn Sveinbjarnardóttir er orðin ráðherra. Rauðsokka og femínisti, rauðhærð í þokkabót með frekjurödd, er orðin ráðherra. Sjitt. UMHVERFISRÁÐHERRA. Sjitt.

 Þetta á eftir að ógna öryggi mínu sem rólegur karlmaður næstu fjögur árin. Kannki á ég eftir að breytast í graman karl, bara út af þessu. Sjitt.

 Svo virðist sem líf mitt sé ekki byggt á traustum grunni, ef þetta hefur svona mikil áhrif á mig.

 

Ráðherra er orðin rauðhærð kona, sem er svona og svona.


VÁ! Það snjóaði í Esjuna

Ég vaknaði upp við váleg tíðindi í morgun þegar ég kveikti á útvarpinu, jú það snjóaði í Esjuna. Þvílík frétt, það er eins og einhver hafi reiknað með að við byggjum í sunnanverðri Evrópu.

Í maí snjóar yfirleitt í fjöll annað slagið, þótt það komi vikulöng hlýindi í byrjun maí, þá kólnar fljótt. Hér á Austurlandi tildæmis, sem er líka á Íslandi þá snjóar í fjöll og er búið gera megnið af maí. Ekki er sagt frá því í fréttum, augljóslega vegna þess að það er eðlilegt.

Í kvöldfréttum Sjónvarps var svo dubbaður upp veðurfræðingur og hann spurður út í hvers vegna í ósköpunum gæti snjóað í fjöll í maí. Meira að segja var hann spurður með dramatískum hætti hvort þetta myndi hafa MIKIL áhrif á fuglalíf sumarsins, eins og það séu bara fuglar við tjörnina í Reykjavík. Hverju átti maðurinn eiginlega að svara? Kannski hefði bara átt að fá David Attenborough til að gera heimildamynd um þessa köldu nótt í nafla alheimsins, Reykjavík.


Ég lifi í draumi um að Kristján Júlíusson verði samgönguráðherra

Ég lifi í voninni um að Kristján Júlíusson verði samgönguráðherra og geri Samgöng á Austurlandi að raunveruleika.

Ég lifi í voninni um að Þórunn Sveinbjarnardóttir verði ekki ráðherra, það myndi gefa mér grænar bólur á bakið og pirring eins lengi og ráðherradómur hennar lifir.

Ég lifi í voninni um að stjórnarmyndunarviðræður fari út um þúfur og vinstri stjórn verði mynduð - IN MY DREAMS.

Ég lifi í voninni um Húsavíkurálver, svo hagvöxtur á landsbyggðinni verði viðvarandi og eðlilegur áfram.


Þingvallastjórnin (baugsstjórn) lifir varla kjörtímabilið

Af hverju? Jú, þegar erfiðu málin koma upp lendir Geir Hilmar Haarde milli tveggja frekustu kvenna landsins. Þeirra Ingibjargar Sólrúnu og Þorgerðar Katrínar, ég leyfi mér að efast um að Þorgerður þoli ráðsemi Ingibjargar til lengdar og að samstarfið verði afar stirt innan tveggja til þriggja ára. Jú það hentir máski að stjórnin lifi fjögur ár, en ég leyfi mér að stórefast um að Samfylkingin verði meira en 15% flokkur eftir kjörtímabilið og að Ingibjörg Sólrún verði þá komin í afar erfiða stöðu.

 Hvað sem öllu líður, þá verður gaman að fylgjast með því hvernig stjórnarsáttmálinn lýtur út þegar hann er klár. Því miður mun hvorugur flokkurinn gera mikið fyrir landsbyggðina hvorki í samgöngumálum né atvinnumálum, nema þá helst að Kristján Júlíusson verði samgönguráðherra. Flokkarnir munu því miður vera farnir að gera samninga við einkaaðila um þjónustu við heilbrigðiskerfið innan 6 mánaða. Ef landbúnaðarráðuneytið kemst í hendur Samfylkingar mega bændur passa sig á því að halda uppi veglegum áróðri og spái ég því að staðan verði erfið fyrir bændur á kjörtímabilinu.

Spái því að Björn Bjarnason muni hverfa í pólitíska stöðu áður en kjörtímabilinu lýkur.

Spái því að Arnbjörg Sveinsdóttir verði áfram þingflokksformaður.

Spái því að Pétur Blöndal fái enga almennilega nefndarformannsstöðu.

Spái því að Einar Már Sigurðsson verði ekki auðveldur í einkavæðingaráformum.

Spái því að Ágúst Ólafur fái ekki ráðherratign.


Þeir voru með strekta brók, öskruðu og hlustuðu á þungarokk

Í dag var ég svo leiður á rigningunni að ég settist inn og kveikti á sjónvarpinu. Þar var að finna liðakeppni í ólympískum lyftingum. Þetta er ekki í frásögur færandi nema að keppnin fór fram í Smáralind, sem hefur væntanlega átt að draga að áhorfendur og auka áhuga á þessu óskiljanlega sporti.

Einhverra hluta vegna völdu lyftingamennirnir að spila hart metal rokk eins hátt og þeir gátu. Þannig tókst þeim að fæla burt þá fáu áhorfendur sem hefðu haft áhuga á að kynna sér íþróttina. Þeim datt ekki einu sinni í hug að spila aðeins mýkra rokk, nei - þeir þurftu að botna harðan metal í græjunum sem 2% lifandi fólks hafa áhuga á að heyra.

 Þannig varð þessi lyftingakeppni að hálfgerðu skemmtiatriði þegar menn í rauðri brók sem strekktist uppí rassgat löbbuðu uppá pall, öskruðu og toguðu í stöng með lóðum á sitthvorum endanum. Mjög athyglisvert.

Já og Ísland tapaði.


Framsókn átti að fara í stjórn

Akkúrat. Framsókn átti að fara í stjórn. Átti að taka ráðuneyti eins og dómsmálaráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti og láta þar við sitja. Svo átti að segja frá því í fjölmiðlum að flokkurinn hefði einfaldlega ekki umboð til frekari valda. Eftir ca. 1 til tvö ár hefðu sjálfstæðismenn verið sjúkir í að einkavæða í heilbrigðisgeiranum og þá hefðu Framsóknarmenn lykilstöðu til að sprengja stjórnina og mynda vinstristjórn. Þetta hefði fært Framsóknarflokknum endurnýjun lífdaga í næstu kosningum. Vona einfaldlega að flokkurinn deyji ekki sem fylgifiskur Vinstri Grænna í stjórnarandstöðul, með formanninn utanþings. Erfið staða, en alls ekki óyfirstíganleg.

En auðvitað er þetta niðurstaða úr lélegri kosningabaráttu og slöku kjörtímabili. Það virðist hafa gleymst að mæta með málefni í kosningabaráttuna sem kjósendur voru til í að stökkva á. Til samanburðar má nefna málefnin fyrir seinustu kosningar þar sem Framsókn mætti með tillögur að hærri íbúðalánum, það gátu kjósendur stokkið á. Nú var ekkert sambærilegt málefni til staðar.

Annars held ég að snemmbúið ársþing Framsóknar sé málið.


« Fyrri síða

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 9759

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband