Færsluflokkur: Bloggar
10.12.2007 | 17:22
Blaðamannaelíta Austurlands rekin út af Hótelinu
Stór hluti blaðamannaelítu Austurlands var staddur á Hótel Héraði í gærkvöldi. Partur af Elítunni hafði áfengi um hönd, meðan hinn hluti hennar drakk kóka kóla, öðru nafni sykurleðju með svörtum matarlit. Umtalsefni voru aðallega bókmenntir, og það austfirskar bókmenntir.
Á ákveðnum tímapunkti var stórum hluta viðstaddra farið að hungra til tóbaksreykinga. Þar sem að þjónustan á umræddu hóteli er tilviljanakennd og lítið um starfsfólk á barnum, tók einn blaðamaðurinn til bernskubreka, með þessum orðum "Ég alltaf verið á móti reglum," við þau orð kveikti hann sér í einni grænni Salem sígarettu við undrun viðstaddra. Því reykingar eru að sjálfsögðu bannaðar jafnt á barnum á Hótel Héraði sem öðrum börum landsins. Eftir drykklanga stund hafði öll blaðamannaelíta Austurlands smitast af reglubrjótnum og hafði fengið afnot af grænum salem pakka reglubrjótsins.
Þarna sat semsagt stór hluti blaðamannaelítu Austurlands og reykti tóbak í trássi við lög og reglur inn á virtasta bar bæjarins. Þegar að hópurinn hafði reykt tvær sígarettur á mann varð loks uppi fótur og fit meðal starfsmanna staðarins. Tóbaksreykur lék um húsakynni hótelsins og pólskættuð afgreiðslustúlka vatt sér að gestum sínum og sagði með pólskum hreim: "Even I don´t speak Icelandic, I know smoking is totally forbidden at bars and restaurants." Vakti það mikla undrun viðstaddra, og yppti blaðamannaelítan öxlum, rétt eins og þessi regla væri þeim gjörsamlega ókunn. Við það stóð.
Að vörmu spori kom svo íslenskur kvenmaður, allskapmikill og byrsti sig við elítuna sem sat all skömmustulegri undir vel völdum ekta íslenskum reiðipistli. Þetta íslenska kjarnakvendi lét að svo búnu ekki afsökunarbeiðni blaðamannana yfir sig ganga og rak þá hispurslaust út í frosthörkurnar af miklum aga. Út af Hótel Héraði skildu þeir fara, með skömm. Við það búið hélt elítan heim á leið allskömmustuleg á svip.
Lítillega fært í stílinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2007 | 18:10
Dæmi um "sameiginlegt" forræði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.12.2007 | 16:05
Hrekkur gærdagsins
Títtnefndur Vífill frá Akranesi fær rós í hnappagatið frá mér fyrir að hafa ekki einungis þóst vera Ólafur Ragnar Grímsson, heldur líka fyrir að taka fréttastofu stöðvar 2 í kennslustund
Drengurinn virðist hafa stigið inn í heim frægðarinnar, og tekst að halda sér þar í fleiri daga en ég reiknaði með.
Fimm stjörnur fyrir þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 15:19
Ég er ekki viss
Í starfi mínu kemur "einstöku" sinnum upp staða þar sem ég er ekki alveg viss. Nú ber það undir að ég er ekki alveg viss. Ég þurfti að senda öllum sveitar/bæjarstjórum Austurlands lítið bréfkorn með sama texta og af því tilefni þurfti ég að staldra aðeins við og hugsa.
Ég hugsaði um það hvort Hornafjörður væri partur af Austurlandi ennþá, landfræðilega taldi ég svo vera. Málefnalega var ég ekki viss, og í því er vafinn fólginn. Átti ég að senda bæjarstjóra Hornafjarðar bréfið líka? Átti ég kannski að setja hann í "cc mail" eða átti ég að sleppa honum alveg. Um þetta er ég ekki ennþá viss. Ef einhver getur hjálpað mér, þá er það vel þegið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2007 | 08:43
Hversu mörg störf skapar netþjónabú?
Getur einhver upplýst mig? Þessa dagana er verið að stilla upp netþjónabúum sem valkosti í iðnaðarflóru landsins. Lykitölur um orkuþörf hafa verið nefndar. En hversu mörg afleidd störf eru af netþjónabúi? Þessu hefur enginn fjölmiðill svarað. Netþjónabú poppar upp í mínum huga sem stór salur af stórum tölvum sem geyma gögn, ég sé fyrir mér 5-10 rafvirkja, 2-3 ræstitækna og húsvörð og forstöðumann þjóna einu netþjónabúi sem starfsmenn, eftir að um 500 Pólverjar hafa byggt það upp undir leiðsög íslensks verkstjóra. Leiðréttið mig ef rangt er.
Er þá ekki mikilvægt að ef finna skal orkufrekan og umhverfisvænni iðnað annan en álver, skuli valin iðnaður sem veitir sem flest afleidd störf? Er ekki mikilvægast að iðnaður sem nýtir takmarkaða orku landsins skapi sem allra flest störf?
Var að velta þessu fyrir mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2007 | 07:42
Veðurspáin
Það er ekki margir sem blogga um veðurspána og hneykslast á henni, eins og hún er mikilvæg fyrir okkur. Það eru allir sammála veðurspánni, þangað til annað kemur í ljós - að sjálfsögðu.
Mættu fleiri taka að sér að þykjast vera sérfræðingar um veðrið. Það eru til sérfróðir bloggarar um pólítík, viðskipti, íþróttir og allar fréttir hér - nema veðurfréttir. Ekki er þetta vegna þess að veðrið er svo gott :)
Hæg breytilega átt víðast hvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 15:15
Höfuðborgarvæðingin
Nú ætlar sjálfur heilbrigðisráðherra að heiðra Austfirðinga með nærveru sinni á morgun. Eftir að Austfirðingar hafa óskað eftir samtölum og fundum með heilbrigðisráðherra mánuð eftir mánuð er loksins komið að því.
Loforð um sjúkrahúsbyggingar og bætta þjónustu í þessum fjórðungi hafa ekki verið efnd, þvert á móti liggur fyrir niðurskurður hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, samkvæmt ákvörðun ráðherra. Þegar fólksfjölgun hefur aldrei verið meiri í fjórðungnum, er köttað niður. Þetta er athyglisvert. Hvernig dettur stjórnvöldum í hug að skella inn í okkar samfélag þvílíku skrímsli eins og álverið er án þess að bæta þjónustu? Þetta er óskiljanlegt. Auknum skatttekjum á svæðinu ættu að fylgja aukin útgjöld. ENN NEI segir ráðherra - þið skuluð leita til höfuðborgarinnar í sem flestum málum. Þetta er höfuðborgarvæðingin sem staðið hefur yfir í 50 ár og ekkert lát virðist vera þar á.
Ég er þeirrar skoðunar að taka eigi eins og 25% af fjármunum ætluðum til uppbyggingar á spítölum í Reykjavík og nýta þá til uppbyggingar á heilbrigðisþjónust á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi - frekar en að draga úr þjónustu þar og gera svæðin óbyggilegri heldur en áður.
Ég fer fram á að Guðni Ágústsson leyfi Gulla að smakka Framsóknargrautinn áður en hann flýgur af stað austur. Ef það verður þá fært.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2007 | 14:36
...og hvað svo?
Datt í hug að skúbba hér næsta leiðara Austurgluggans:
Og hvað svo?Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett í síðustu viku. Eftir nokkurra ára stórvirkar framkvæmdir er þessari stærstu mannvirkjagerð Íslandssögunnar lokið. Á sama tíma er framkvæmdum við álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði að ljúka.Áhugaverðir tímar eru framundan á Mið-Austurlandi, erlent vinnuafl sem hefur verið drifkraftur framkvæmdanna yfirgefur nú fjórðunginn og útsvarstekjur stóru sveitarfélagana munu dragast stórlega saman á næsta ári. Þetta veldur meðal annars höfuðverk bæjarfulltrúana, sem eru í óða önn þessa dagana ganga frá fjárhagsáætlun ársins 2008.Því eru að mörgu leyti breyttir áður óséðir tímar framundan hjá íbúum þess svæðis sem framkvæmdirnar hafa mesta áhrif á. Velsældin sem fylgt hefur framkvæmdunum verður ekki lengur fyrir hendi. Samfélagið á eftir að laga sig að þeim breytingum sem hafa orðið og huga að innviðum samfélagsins, þannig að það verði sjálfbært. Nú þurfa fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar að taka höndum saman og móta stefnu framtíðarinnar. Í hverju felst framtíðin fyrir Austurland? Einn gesta á formlegri gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar spurði réttilega: ...og hvað svo? Þetta er réttmæt spurning á svo mikilvægum tímapunkti.Ljóst er að grunnatvinnugreinar fjórðungsins til langs tíma eru ekki jafn styrkar og áður, það er að segja sjávarútvegur og landbúnaður. Sjávarútvegurinn er í vörn um allt land og styrkur hans mælist í sveiflukenndum aflatölum og gengi krónunnar sem er líka sveiflukennt. Því er nýsköpun og uppbygging í sjávarútvegi alls ekki svo sjálfsagt mál. Öðru máli gegnir hins vegar um landbúnað, og þjónustugreinar hans. Afurðastöðvar fyrir landbúnað eru aðeins tvær í fjórðungnum, mjólkurstöð á Egilsstöðum og sláturhús á Vopnafirði. Þessi staða getur vart verið happadrjúg fyrir landbúnaðinn, og því verða aðilar atvinnulífsins að móta framtíðarstefnu sem miðar að uppbyggingu afurðastöðva fyrir landbúnaðinn. Staða landbúnaðar hér er þessi: Lítil framleiðsla á nautakjöti, lítil sem engin framleiðsla á svínakjöti, ekkert kjúklingabú, sáralítil grænmetisrækt og mjólkurframleiðsla í varnarstöðu. Þetta er ekki falleg mynd, en sönn. Á sama tíma eru jarðir keyptar af bændum og notaðar sem sumarafdrep frekar en atvinnutæki. Hver atvinnutæki sem tekið er úr umferð, hlýtur að vera missir fyrir samfélagið.Aðilar landbúnaðarins gætu mótað framtíðarstefnu og fylgt henni eftir með því að láta verkin tala. Til að mynda eru ágætis möguleikar í grænmetisrækt í gróðurhúsum, en ódýr orka ætti að bjóðast til ræktenda hér á Austurlandi ef farið yrði í þá vinnu. Sunnlendingar hafa reynslu af grænmetisrækt, og má nefna Flúðamenn sem fóru út í stóra og mikla grænmetisrækt. Í kringum starfsemina á Flúðum hefur byggst upp áhugavert samfélag grænmetisræktenda í bland við öfluga ferðaþjónustu, sauðfjárrækt og hrossarækt. Það ætti að vera austfirskum aðilum landbúnaðarins keppikefli að efla hann á næstu árum, og gera hann að áhugaverðri atvinnugrein í fjórðungnum. Fyrirmyndirnar eru til staðar frjósemi hugans, hugsjónamennska og jákvæða hugsun þarf þó einnig til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2007 | 11:36
Trekk í gegnum yellow og allt í skegg
Ég man vel eftir ávísanaheftum. Ég fékk fyrsta ávísanheftið mitt þegar ég var sautján ára. Í þau voru 20 blöð, ef ég man rétt - og skrifaði ég stoltur mína fyrstu ávísun í Shellskálanum á Egilsstöðum þegar ég fyllti Lödu Lux bifreið mína af bensíni. Ég skrifaði ávísun upp á 2.000 krónur og átti afgang. Þá var ódýrara að fyll´ann.
Við vorum misábyrgir með ávísanaheftin, við menntaskólatossarnir. Stundum gat komið sér vel að geta skrifað gúmmítékka á barnum í Hótel Valaskjálf um helgar. Það var talsverður höfuðverkur á stundum að greiða gúmmíviðskiptin. Í eitthvert skiptið fórum við tveir saman félagarnir á mánudegi og hittum hótelstjórann í Valaskjálf, sem aumkvaði sig yfir okkur og geymdi ávísanir okkar í einn og hálfan mánuð. Gegn því að við létum ekki sjá okkur þar í millitíðinni. Það var fínn díll.
Þegar að maður skrifaði gúmmítékka og hann var innleystur, þá fékk maður gulan miða sendan heim í pósti, guli liturinn sást vel í gegnum gluggann á umslaginu. Gulan miða þekkti maður úr góðri fjarlægð. Magnús Ármann skólafélagi minn hafði góða reynslu af þessu vandamáli. Eitt skipti er við stóðum við pool borðið í Menntaskólanum á Egilsstöðum spurði ég sem sannur vinur hvernig lífið væri að leika við hann. Hann svaraði: "Æj, það er trekk í gegnum yellow og allt í skegg." Við hlógum mikið að þessum fleygu orðum, en enginn annar viðstaddur fattaði brandarann. Við sem þekktum gula miða úr fjarlægð höfum notað þennan frasa æ síðan yfir blankheit.
Ef til vill er þessi staða uppi hjá auðjöfrum landsins um þessar mundir....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2007 | 18:42
Minna eða meira.....
Svona hljómar fyrirsögn RúV útvarpsfréttastofu í frétt um fasteignamarkaðinn: "Minni velta á fasteignamarkaði."
Frábær fyrirsögn, eða þannig. Þegar fréttin er könnuð nánar þá kemur í ljós að velta á fasteignamarkaði er 85% meiri en á sama tíma í fyrra. Velta á fasteignamarkaði er árstíðabundin og því hækkar og lækkar veltan milli mánaða og tímabila. Þess vegna væri alveg eins hægt að segja "Næstum tvöföldun á veltu á fasteignamarkaðnum"
Þar sem að gaman er að mála skrattann á vegginn, velur fréttastofa útvarps að hagræða sannleikanum eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 9757
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
Af mbl.is
Innlent
- Fjóla ráðin sveitarstjóri
- Björn segir sig úr Flokki fólksins
- Þið voruð hægfara, ég beið eftir ykkur
- Stakk móður sína yfir tuttugu sinnum
- Breiðholtsmál: Frestar að taka afstöðu um sök
- Ákærður fyrir tilraun til manndráps
- Stórfelld kannabisrækt í Mosfellsbæ
- Meira um ónæmar bakteríur hér á landi
- Yfir níu þúsund atvinnulausir í desember
- Ekki tekist að vernda börn þrátt fyrir vitneskju
Erlent
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trumps vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf