23.10.2007 | 23:07
Fylgni milli aukinnar líkamsfitu minnar og Hálslóns
Þessa frétt staldraði ég við í gærkvöldi þegar ég heyrði hana í sjónvarpinu. Ég hjó sérstaklega eftir þeirri staðreynd sem Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur varpar fram: "Fylgni er milli jarðhræringa á svæðinu og fyllingar Hálslóns."
Og svo segir hann í frétt á visi.is: "Hann segir að tengsl séu á milli fyllingar Hálslóns og skjálftanna við Upptyppinga því að skjálftahrinan hafi farið af stað þegar Hálslón við Kárahnjúka tók að fyllast."
Og enn frekar "Páll sagði að ekki væri búið að útiloka að Hálslón hefði haft áhrif á skjálftavirknina við Upptyppinga. Vottur af fylgni væri á milli vatnsborðsins í lóninu og skjálftavirkninnar við Upptyppinga. Hins vegar skorti alveg eðlisfræðilega skýringu á því hvernig á því ætti að standa." !!
Samkvæmt þessu vantar EÐLISFRÆÐILEGAR skýringar á fylgni milli fyllingar Hálslóns og skjálftavirkni á Upptyppingum. Það EKKI vitað hvort þetta tengist!
Samkvæmt mínum útreikningum er jafn mikil fylgni milli aukinnar LÍKAMSFITU minnar og fyllingu Hálslóns! Ég byrjaði að fitna þegar Hálslón tók að myndast. Ég á bara eftir að finna EÐLISFRÆÐILEGA skýringu á tengslunum!!!!
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gaman að lesa svona eitthvað af viti Einar. Kveðja að sunnan.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:42
Hvaða djöfulsins lón byrjuðu þeir eiginlega að fylla fyrir þetta 5-6 árum þegar ég byrjaði að fitna??????????????????????
Hlýtur að vera grundvöllur fyrir skaðabótamáli
Pétur F. (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 14:37
Sæll Pétur, gaman að sjá að þú lifir. Hugsanlega ættum við að fara í hópmál saman með fleiri fitukeppum.
Einar Ben Þorsteinsson, 25.10.2007 kl. 15:02
Já, þú segir nokkuð. Fylling lónsins hefur og valdið mér kvíða. Kvíða sem aftur hefur ýtt undir sælgætis þörfina mína!!!
Er ekki komið þarna gott tækifæri til málshöfðunar?
Baldvin Jónsson, 30.10.2007 kl. 01:14
Ragnar Hall tekur þetta mál upp á sína arma Baddi......ekki annar kostur í stöðunni!
Einar Ben Þorsteinsson, 30.10.2007 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.