Nýr GUÐ, jarðvarma-GUÐ

Æj.....

Ég fæ óþægindatilfinningu í magann þegar Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sér sig knúinn til að tala um orkuútrásina eins og refabúin og fiskeldið. Hann talar um málið eins og trúarleiðtogi - það var eins og Benny Hinn, eða Gunnar í Krossinum væri mættur í viðtal í Silfri Egils til að lýsa trúarsannfæringu sinni á sunnudaginn. Af svo mikilli innlifun og offorsi talaði okkar minester um hina meintu jarðvarmaútrás.

Eins og lítill uppnuminn skólastrákur lýsti hann því þegar forseti Indónesíu opnaði eitthvert herbergi í forsetabústaðnum, "sem þeir höfðu greinilega aldri fengið að sjá inn í " þar átti hann við að hans eigin heimsókn hafi í augum Indónesa verið svo merkileg - í þeirra augum!!!

Það er eitthvað skrítið við þetta allt saman, svo talar hann um 2000 milljarða fjárfestingar, sem er svo há upphæð að erfitt er að tengja hana við raunveruleikann. Almenningur er orðin svo vanur milljarðatali að enginn kveikir á perunni.

Ég segi bara - hugsum um okkar heimamund áður en við förum að leika GUÐ - jarðvarma-GUÐ.

 

Ég er með tillögu: Leyfum einkaaðilum að bjóða í þessa stráka í OR sem vita "allt" um jarðvarma og leyfum þeim að fara til Eþíópíu, Indónesíu, Kína, Filipseyja og annarra ríkja með sínar eigin krónur. Ok?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OK

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

En - það voru allir sammála tillögu sem hljómaði allt öðruvísi fyrir nokkrum mánuðum síðan. Why?

Jón Halldór Guðmundsson, 12.11.2007 kl. 21:52

3 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

ALLIR HVERJIR?

Einar Ben Þorsteinsson, 15.11.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband