Austfirska "pressan"

Austfirska "pressan" er ekki stór né áberandi, og þaðan af síður með stórt hlutverk sem fjórða valdið. Þó kemur fyrir að austfirskir fréttasnápar detta niður á viðkvæm og erfið mál í heimabyggð. Krafa samfélagsins virðist oft vera sú að þegja beri um þessi mál, og virðist sjónarmið margra vera - að oft megi satt kjurt liggja. 

Sjónarmiðið um jákvæða vinkilinn hef ég heyrt ansi oft. Það sjónarmið felur í sér að einungis eigi að fjalla um jákvæð mál. Fyrirtækjum sem gengur vel og einstaklingum sem eru fyrirmyndir samfélagsins.

Samkvæmt þessu ætti austfirskur fréttamiðill ekki að fjalla um málefni eins og gjaldþrotamál austfirskra fyrirtækja, illa heppnuðum viðskiptum sveitarfélaga við einstaklinga og mörg fleiri mál.

Samkvæmt jákvæða vinklinum ætti að horfa á austfirsk málefni, stofnanir og persónur gagnrýnislausum augum og einbeita sér að umfjöllun um listir, menningu, skólastarfi og hollu mataræði. Þetta eru allt mál sem eru gerð góð skil öllu jöfnu og því þarf ekki sérstaklega að huga að slíkri umfjöllun - þar sem hún er til staðar.

Það væru mistök að horfa gagnrýnislaust á austfirskt samfélag, og þegja sem gröfin um mál sem eru á allra vörum og margra vitorði. Það er engum hollt - þögnin fer verst með hjónabönd, þetta hlýtur að eiga við samfélagið líka.

Austfirska "pressan" á ekki að taka þátt í þöglu hjónabandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var einhver að skamma þig, gæskurinn? En því ekki að gera bara eins og RÚVaust - vera í fallegu málunum og glansmyndasmíðinni?

Nei, segi bara sona.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 19:10

2 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Tjahh. :)

Einar Ben Þorsteinsson, 26.11.2007 kl. 22:29

3 identicon

Nú er ég dottinn úr sambandi og veit ekki hverjir eru helstu miðlarnir þarna fyrir austan fyrir utan svæðisútvarpið.

Getur þú nefnt þessa helst Austfirsku fjölmiðla?

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 13:19

4 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Já þetta eru bara Austurglugginn og RúvAust. Nothing more.

Einar Ben Þorsteinsson, 1.12.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband