28.11.2007 | 17:55
Þýðendur, ekki íþróttafréttamenn
Að vera íþróttafréttamaður á íslenskum dagblöðum og netsíðum, virðist vera létt verk og löðurmannlegt. Grunnþekking á ensku virðist þó vera skilyrði, því aðalhlutverk íslenskra íþróttafréttamanna virðist vera að þýða fréttir sem birtast á ensku yfir á íslensku.
Í flestum tilvikum er engra heimilda getið, heldur er þýtt beint upp úr erlendum fjölmiðlum.
Hér mætti halda að Eiríkur Stefán Ásgeirsson hefði hringt í Sven Göran sjálfur http://visir.is/article/20071128/IDROTTIR0102/71128082/-1/IDROTTIR
Hér mætti halda að Eiríkur Stefán Ásgeirsson hefði hringt í Frank Rijkaard sjálfur http://visir.is/article/20071128/IDROTTIR0103/71128078/-1/IDROTTIR
Hér mætti halda að Eiríkur Stefán Ásgeirsson hefði hringt í McLeish sjálfur http://visir.is/article/20071128/IDROTTIR0102/71128048/-1/IDROTTIR
Hér hefur mogginn líka hringt í Sven Göran, spurning hver eigi skúbbið? http://mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1305836
Hér hefur mogginn hringt í ensku lögregluna. Góð sambönd sem þeir hafa þar! http://mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1305788
Hér hefur mogginn hringt í Coulthart. Ótrúlegt hvað þeir hafa góð tengsl! http://mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1305331
Fótbolti.net virðast hafa mjög góð sambönd líka. Hér hringja þeir til Englands. http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=55300
Það er spurning um að einhver taki að sér að skrifa íslenskar íþróttafréttir á ensku, þannig að mbl, vísir og fleiri geti þýtt yfir á íslensku. Þannig væri ef til vill fjallað um íþróttir á Íslandi. Bara að pæla.
Niðurstaða mín er sú að margir íslenskir íþróttafréttamenn séu í raun þýðendur, en ekki fréttamenn.
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Uhh, fótbolti.net vísar í Reuters. Fyrir ofan myndina hægra megin.
Egill Óskarsson, 28.11.2007 kl. 20:52
uhh, breytir ekki "niðurstöðukaflanum"
Einar Ben Þorsteinsson, 28.11.2007 kl. 22:36
Þetta er næstum það heimskasta sem ég hef séð.
Auðvitað eru þýddar fréttir frá erlendum miðlum. Landið okkar er ekki það stórt að hægt sé að byggja alla miðla upp á íslenskum fréttum?
Viltu að íslensku vefmiðlarnir hringi sjálfir í stjórana í ensku deildinni?
Örn G. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:44
Nei ég vill sjá fleiri íslenskar íþróttafréttir, og tilburði til fréttaflutnings en ekki eingöngu þýðinga. Set bara fram eðlilega kröfu um að þeir sem kalla sig fréttamenn, starfi ekki eingöngu sem þýðendur.
Er það heimskulegt?
Einar Ben Þorsteinsson, 29.11.2007 kl. 14:22
Hvað er það sem þú vilt?
Eru einhverjar fréttir sem hafa verið sleppt?
Allavega les ég þessa miðla og hef verið mjög ánægður sérstaklega eftir innkomu Vísis af fullum krafti.
Ég geri miklar kröfur á þessa miðla því þeir hafa endalaust pláss annað en blöðin og eiga að geta uppfært eins og þeir vilja.
Aftur á móti, eins og ég spurði, hvað er það sem vantar?
Örn G. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:58
Umfjöllun um fleiri leiki handknattleik. Hver er tildæmis markahæstur í íslensku deildinni? Eða með flestar brottvísanir? Við vitum það ekki - en þeir eru með það á hreinu hvað varðar Þýska handboltann. Þetta er nærtækt dæmi.
Um fleiri dæmi vera hægt að rita langan pistil. Kannski gef ég mér tíma í það síðar. Takk fyrir sýndan áhuga.
Einar Ben Þorsteinsson, 29.11.2007 kl. 16:07
Aðalmálið í þessu er að þegar heimilda er ekki getið, er þá ekki augljóslega um ritstuld að ræða?
Pétur F. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:43
Varðandi ritstuld þá skiptir það ekki máli því við erum svo lítil þjóð. Þetta er þekkt í bransanum, auglýsingastofur stela stefjum úr þekktum popplögum og stöfum og lógóum frá erlendum fyrirtækjum undir því yfirskini að við erum svo lítil þjóð að engin púkkar upp á okkur. Það er krúttlegt.
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.