Veggur dagsins, eða morgundagsins

Á morgun er víst formleg opnun á Fljótsdalstöð. Þar verður mikið húllumhæ skilst mér. Ég veit ekki hvernig hún verður formlega opnuð, en líkast til ýtir forsætisráðherra á einhvern takka - eða klippir fánalitaðan borða. Það verður spennandi að vita.

Þetta er jafnframt einhver stærsti dagur í sögu Egilsstaðaflugvallar, 3 leiguflugvélar fara víst austur á vegum Landsvirkjunar auk 6 véla í hefðbundnu áætlanaflugi. Svo er jú Bechtel verktaki að senda úr landi yfir 350 Pólverja á morgun.

Annars heyrði ég skemmtilega slúðursögu um að einn veggur í Fljótsdalsstöð hafi verið málaður grænn fyrir nokkrum árum. Hann var samkvæmt sögunni endurmálaður í sama lit á dögunum svo allt væri spikk og span á opnunardaginn. Hafði þá einn gárungurinn á orði að aðeins vantaði að mála rós vinstri grænna á vegginn, fóru menn þá að spekúlera í veggnum. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að gestir gætu mistúlkað upplifun sína á græna veggnum, og ákveðið var eftir miklar bollalengingar að hafa hann bláann. - Ef satt er, þá er þetta skondið. Spurning hvað Goddur segir um þetta.

Annars er fagnaður hjá Svæðisútvarpi Rúv á morgun, það verður gaman að koma þangað eftir að hafa myndað Geir H. ýta á einhvern takka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað segirðu maður - er partí hjá RÚV og níu flugvélar á vellinum?  Hver á þá að taka myndir oeg segja frá heimsmetinu?  Það bara getur ekki verið að staffið ætli að hanga í partíi og láta viðburðinn fara framhjá sér.

Hvað er þetta Fljótsdalsstöð? 

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:33

2 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Mér skilst að Hjalti Stefánsson, myndatökumaður - og "sérlegur stuðningsmaður" virkjunarinnar fari einn á staðinn og stefni á að vera lagður af stað heim við fyrsta tækifæri. Ætli Ásgrímur Ingi döbbi svo ekki fréttina á fjórða bjór. Enginn óþarfa viðtöl :) Þinn að eilífu. E.Ben

Einar Ben Þorsteinsson, 29.11.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband