...og hvað svo?

Datt í hug að skúbba hér næsta leiðara Austurgluggans:

 

Og hvað svo?Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett í síðustu viku. Eftir nokkurra ára stórvirkar framkvæmdir er þessari stærstu mannvirkjagerð Íslandssögunnar lokið. Á sama tíma er framkvæmdum við álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði að ljúka.Áhugaverðir tímar eru framundan á Mið-Austurlandi, erlent vinnuafl sem hefur verið drifkraftur framkvæmdanna yfirgefur nú fjórðunginn og útsvarstekjur stóru sveitarfélagana munu dragast stórlega saman á næsta ári. Þetta veldur meðal annars höfuðverk bæjarfulltrúana, sem eru í óða önn þessa dagana ganga frá fjárhagsáætlun ársins 2008.Því eru að mörgu leyti breyttir áður óséðir tímar framundan hjá íbúum þess svæðis sem framkvæmdirnar hafa mesta áhrif á. Velsældin sem fylgt hefur framkvæmdunum verður ekki lengur fyrir hendi. Samfélagið á eftir að laga sig að þeim breytingum sem hafa orðið og huga að innviðum samfélagsins, þannig að það verði sjálfbært. Nú þurfa fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar að taka höndum saman og móta stefnu framtíðarinnar. Í hverju felst framtíðin fyrir Austurland? Einn gesta á formlegri gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar spurði réttilega: “...og hvað svo?” Þetta er réttmæt spurning á svo mikilvægum tímapunkti.Ljóst er að grunnatvinnugreinar fjórðungsins til langs tíma eru ekki jafn styrkar og áður, það er að segja sjávarútvegur og landbúnaður. Sjávarútvegurinn er í vörn um allt land og styrkur hans mælist í sveiflukenndum aflatölum og gengi krónunnar sem er líka sveiflukennt. Því er nýsköpun og uppbygging í sjávarútvegi alls ekki svo sjálfsagt mál. Öðru máli gegnir hins vegar um landbúnað, og þjónustugreinar hans. Afurðastöðvar fyrir landbúnað eru aðeins tvær í fjórðungnum, mjólkurstöð á Egilsstöðum og sláturhús á Vopnafirði. Þessi staða getur vart verið happadrjúg fyrir landbúnaðinn, og því verða aðilar atvinnulífsins að móta framtíðarstefnu sem miðar að uppbyggingu afurðastöðva fyrir landbúnaðinn. Staða landbúnaðar hér er þessi: Lítil framleiðsla á nautakjöti, lítil sem engin framleiðsla á svínakjöti, ekkert kjúklingabú, sáralítil grænmetisrækt og mjólkurframleiðsla í varnarstöðu. Þetta er ekki falleg mynd, en sönn. Á sama tíma eru jarðir keyptar af bændum og notaðar sem sumarafdrep frekar en atvinnutæki. Hver atvinnutæki sem tekið er úr umferð, hlýtur að vera missir fyrir samfélagið.Aðilar landbúnaðarins gætu mótað framtíðarstefnu og fylgt henni eftir með því að láta verkin tala. Til að mynda eru ágætis möguleikar í grænmetisrækt í gróðurhúsum, en ódýr orka ætti að bjóðast til ræktenda hér á Austurlandi ef farið yrði í þá vinnu. Sunnlendingar hafa reynslu af grænmetisrækt, og má nefna Flúðamenn sem fóru út í stóra og mikla grænmetisrækt. Í kringum starfsemina á Flúðum hefur byggst upp áhugavert samfélag grænmetisræktenda í bland við öfluga ferðaþjónustu, sauðfjárrækt og hrossarækt. Það ætti að vera austfirskum aðilum landbúnaðarins keppikefli að efla hann á næstu árum, og gera hann að áhugaverðri atvinnugrein í fjórðungnum. Fyrirmyndirnar eru til staðar – frjósemi hugans, hugsjónamennska og jákvæða hugsun þarf þó einnig til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þyrfti þá nokkur tékkahefti til að framkvæma dæmið ekki satt?

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Mikið rétt....

Einar Ben Þorsteinsson, 5.12.2007 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband