14.12.2007 | 12:06
Pervertísk handboltaviðtöl og HSÍ
HSÍ og nokkrir formenn félaga í hreyfingunni eru ósáttir við vefsíðuna handbolti.is þar sem að áhugamaður um handknattleik skrifar inn á kauplaust. Við hana er handknattleikshreyfingin virkilega ósátt, af því að hann gerir viðtöl og umfjallanir sem forystan telur vera fyrir neðan beltisstað. T.d. http://handbolti.is/?p=500&id=420&categoryid=9 Þó að í nokkrum viðtölum fréttamannsins við landsliðskonur Íslands megi finna pervertsískar kenndir spyrilsins, skiptir það máli?
Eiga þessir herramenn bara ekki að vera ánægðir með að einhver skuli nenna að fjalla um íþróttina í staðinn fyrir að reyna að ritstýra henni með frekjusímtölum og hótunum.
Handknattsleiksforystan fer hamförum þessa dagana með dramadrottninguna Einar Þorvarðar í fararbroddi. Þjálfarar sem tjá sig í hita leiksins eru dæmdir í langt keppnisbann án fordæma fyrir eitthvað sem þeir eiga að hafa sagt í viðtölum við fjölmiðla. Þar sem menn vilja meina að þjálfarar smáni íþróttina með einhverjum ummælum. Shit. Leyfun þjálfurunum að segja það sem þeir vilja, meðan það kemur handboltanum í fréttir.
Handknattleiksforystan hefur ekki verið öflug undanfarin ár, og hefur ekki tekist að gera úrvalsdeildirnar í handknattleik að því fréttaefni sem þær eiga að vera. Loks þegar þær komast í umræðuna fyrir krassandi ummæli þjálfarana þá er þeim snýtt með því að setja þá í keppnisbann.
Svo verður bara að segjast eins og er, að meðan HSÍ leggur ofuráherslu á landsliðið verður uppgangur deildarkeppninnar ekki mikill. HSÍ tekur m.a. alla bestu styrktaðilana frá félagsliðunum, í staðinn fyrir að hafa einn stórann, þá hafa þeir 18 styrktaraðila. HSÍ reddaði styrktaraðila fyrir úrvalsdeildina á síðustu stundu í haust, varla er hægt að gera góðan samning á síðustu stundu.
Til þess að handbolti fái umfjöllun þá þarf einfaldlega að taka saman fyrir fréttamenn áhugavert umfjöllunarefni. Eins og t.d. hver er markahæstur? Hver tapar flestum boltum? Hver skorar mest úr hraðaupphlaupum og svo framvegis. Þetta veit enginn blaðamaður hér á landi, og mun ekki vita. Það eru tildæmis ekki margir landsmenn sem vita hver var markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í fyrra.
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Handknattleikur? Má nokkuð snerta með hendi?
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 17:48
var reyndar ekki alveg að búast vð því að þú myndir hafa áhuga :) á einhverju sem tengist íþróttum. Þú verður bara að þola þetta.
Einar Ben Þorsteinsson, 15.12.2007 kl. 11:08
Sæll Einar
Ég tók einmitt eftir þessum pervetísku viðtölum og fannst mér þetta vera öfugu megin við strikið. Félagi minn roggi.eyjan.is tjáði sig um þetta en ég hef ekki séð neina umræðu um málið. Er forysta HSÍ eitthvað ósátt? Hvar kemur það fram?
Það má auk þess geta þess að það er ekki bara áhugamaður sem er með þessa síðu, maðurinn er í stjórn HSÍ líka og það finnst mér gera málið verra. Auk þess sem síðan er auglýst sem sexí og myndir af nöktum konum með. Þá dreg ég þá ályktun að þegar viðtalið við Írisi landsliðskonu var tekið hafi það verið í landsliðsferð þar sem spyrjandi hefur verið fararstjóri í ferðinni.
En ég er sammála þér að handboltann vantar meiri pakka sem þeir búa til handa fjölmiðlamönnum. Við á karfan.is reynum að vera duglegir að koma upplýsingum um okkar íþrótt á framfæri og þar ert þú ein af okkar mikilvægu hjálparhellum.
Rúnar Birgir Gíslason, 15.12.2007 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.