Minningar af Grensás

Viðurnefnið Dabbi Grensás er vísast eitt skemmtilegasta viðurnefni sem ég hef heyrt lengi. Þótt gjörðir hans geti vart telist skemmtilegar, þá finnst mér viðurnefnið sem drengurinn hefur hlotið bera vott um dálitla snilld.

Þessi nafngift ber það væntanlega með sér að lendi maður í höndum Dabba Grensás, þá eigi maður dapra tíma framundan á spítala og svo endurhæfingu á Grensásdeild.

Svona "by the way" þá þekki ég ágætlega húsakynni Grensás. Afi minn var húsvörður þar, og nokkrum sinnum fékk ég að fara með honum í vinnuna. Þá gekk ég með honum um gangana, hjálpaði honum að skipta um ljósaperur og safna rusli og óhreinum þvotti. Svo fórum við niður í kjallara í kompuna hans og lögðum okkur á sófanum. Það var fínt. Svo gaf hann mér banana. Merkilegast fannst honum að Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður vann í garðinum undir hans stjórn í heilt sumar. Þar þarf vart að taka fram að það er uppáhalds fótboltamaðurin hans, þó hann hafi farið í Val.

Í daglega lífinu heyrir maður mikið af ýmiskonar viðurnefnum sem eru skemmtileg, en verða svo partur af hverri persónu og upphaflega merkingin gleymist. Þannig umgengst ég daglega persónur sem hafa hlotið viðurnefni, sem þær fá sjaldnast að heyra sjálfar. Toppurinn er að finna viðurnefni sem festist við einhvern.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Ætla rétt að vona að þessi Dabbi sé ekki á sveimi lengur í hverfinu. Bý þarna rétt hjá, við Grensásveginn...

Guðmundur Bergkvist, 8.1.2008 kl. 15:23

2 identicon

Sindri Six Pack

Addi fóstur

Gummi Venjuleg

Ingi Járnapi

Siggi litli (næstum tveir metrar)

Bjössi Kid

Maggi hæna

Gráni

Gummi Tormentor

Siggi svarti

Siggi skítur

Egill Kaktuz (þegar hann varð tvítugur lét hann breyta nafni sínu í þjóðskránni og heitir nú Egill Kaktuz).

.... ég gæti haldið áfram í allt kvöld

En þessu óskilt. Ég sendi þér á dögunum rapóst sem er þrunginn tilgangi og ber mikla vigt.

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband