Nonni og Manni farnir að kenna þýsku

Nú er maður víst búinn að ganga frá kaupum á flugmiða til Munchen. Það var eindreginn ósk betri helmingsins að við eyddum jólafríi okkar í bæjaralandi enda betri helmingurinn alþýsk. Hún er nú orðinn ískyggilega góð í íslensku og jafnvel farin að leiðrétta mig í tíma og ótíma, og farin að kunna forna íslenska málshætti.

Heldur þykir henni þó lítið fara fyrir þýskukunnáttu minni, þó ég hafi skorað ágætlega í þýsku á framhaldsskólaárunum. Hún hefur tekið til þess ráðs að flytja inn Nonna og Manna myndirnar með þýsku tali - og segir það nauðsynlegt fyrir mig að horfa á þessar myndir til að læra þýskt tungumál betur. Nú erum við komin á þátt fjögur af sex, og verð ég að viðurkenna að ég er síst betri í þýsku. Þótt mér sé farið að skiljast að Magnús Hanson drap Sigurð og að hann er vondur kall.

Hún hefur tilkynnt mér það, af þýskum aga, að næsta kennslustund verði næsta laugardag og að þá munum við horfa á þætti fimm og sex. Ég veit nú ekki hvort hún mun halda stöðupróf í framhaldinu, en mig grunar að ég myndi falla á þess konar prófi.

Ég og æskuvinur minn horfðum á íslensku útgáfuna af þáttunum í "gamla daga" og hermdum við eina setningu sérstaklega úr þáttunum. Hana mælti fyllibyttan Sverrir á afar nefmæltan og skondin hátt. En hún hljóðaði svo "Maagnúúús Haaanson draap Siggurð."

Meira af þýskum málefnum síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hae hae einar ben og betri helmingurinn þinn. Gaman að sjá hana orðin iskyggilega goð

góð i islensku.  Vórum alltaf bjartsýn um framtiðina hennar á Fróni...

kveðjur frá baejaralandi

Máni og Kengála (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Hi.

bist du der Werner? Wir freuen uns euch an weinachten zu sehen.

Einar Ben Þorsteinsson, 19.11.2007 kl. 22:59

3 identicon

Ja genau Einar, wir sind´s Werner und Dagmar. Freuen uns auch. Herzlich willkommen be

bei  uns auf dem Land.

Máni og Kengála(Werner und Dagmar) (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband