Dæmi um "sameiginlegt" forræði

Dæmi um foreldra með sameiginlegt forræði þar sem barn dvelur jafnstóran part úr árinu hjá báðum foreldrum. Í þessu dæmi búa þau sitthvorum megin á landinu.
Einstæð móðir með sameiginlegt forræði og sama lögheimili og barnið:
Meðlag 18.000 á mánuði = 216 þús á ári (m.v. minnsta meðlag)
Barnabætur 20 þús á mánuði mán = 240 þús á ári
Samtals plús 456 þús á ársbasis
Einstæður faðir með sameiginlegt forræði og ekki sama lögheimili og barnið:
útgreitt Meðlag 18.000 á mánuði = -216 þús á ári (m.v. minnsta meðlag)
Barnabætur 0 kr. á mán = 0 kr.
Ferðakostnaður á ári = -100 þús (hóflega reiknað)
Samtals mínus 316 þús á ársbasis
________________________________________________
Samtals munur milli foreldra = 772 þús.
Er þetta réttlátt í ljósi þess að foreldrarnir hafa sama "kostnað" af barninu, veita sama húsaskjól og bera sama kostnað af daggæslu? Hvað segir jafnréttisstofa um þetta? Eða umboðsmaður alþingis? Eða félag einstæðra foreldra?
Mér er spurn....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ég er í þeirri stöðu að ég er með sameiginlegt forræði yfir tveimur dætrum mínum. Ég borga fullt meðlag fæ engar barnabætur. Ég get ekki fengið aðra stúlkuna skráða hjá mér nema fara í málaferli við fyrrverandi en það vill ég ekki þar sem nokkuð gott samkomulag er á milli okkar, en hins vegar ætti þegar sameiginleg forsjá er að meðlag ætti að detta sjálfkrafa niður, en á meðan lögheimili er skráð hjá henni getur hún innheimt meðlag og ég hef ekkert með það að segja nema fara í mál en slíkt hefur alltaf mest áhrif á börnin.

Kristberg Snjólfsson, 7.12.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Ef þú færir í mál þá getur dómari ekki annað en útskurðað öðru foreldrinu fullt forræði, þannig er víst blessuð lögin í dag.

Einar Ben Þorsteinsson, 7.12.2007 kl. 18:30

3 identicon

Ég og barnsfaðir minn höfum verið með sameiginlegt forræði yfir barni okkrar í 10 ár og barnið hefur dvalist til jafns hjá okkur báðum. - Lögheimili barnsins hefur ýmist verið hjá mér eða barnsföðurnum (aðallega vegna skólasóknar barnsins - okkur hefur aldrei þótt það skipta máli).

Það hvarflaði satt að segja að hvorugu okkar að einhverjar meðlagsgreiðslur kæmu til, hvorki til mín eða hans og það hefur aldrei neinn rukkað annað hvort okkar eða borgað hinu. Mig minnir hins vegar að ég hafi einhverntíman fengið barnabætur en við litum á það sem greiðslu til reksturs á barninu og það var notað til að borga eitthvað tómstundastarf ef ég man rétt.

Hvert sækir maður um meðlag? Eða afskráðum við okkur einhversstaðar?

Ætli barnið eigi endurkröfurétt á okkur?

Meðlagslaus móðir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 22:17

4 identicon

Þetta er hrópandi óréttlæti og mismunun. Í ljósi feminískra viðhorfa er jafnrétti kynjanna þegar kemur að barnauppeldi ekki til staðar í þessu þjóðfélagi. Og hvað...börnunum er þannig mismunað...mörg þeirra fá ekki að njóta feðra sinna. Sumir feður er líka kærulausir þegar kemur að börnum sínum en það er annar kapall

Hvet þig Einar að skrifa öllum opinberum stofnunum sem að þessum málum koma opið bréf.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 12:46

5 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Stórmerkilegur pistill hjá þér Einar, að sjálfsögðu, á að gilda jafnræði í þessu máli sem öðrum.  Það eru bara svo margir foreldrar sem eru í blóðugir baráttu um börnin sín að svona réttlætishugsun kemst ekki að. Og því miður eru enn of margir feður sem ekki hugsa nógu vel um börnin sín, finnst bara fínt að taka uppeldisstarfið út í stórum skömmtum einstaka sinnum..., það skemmir mikið fyrir....

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 9.12.2007 kl. 11:22

6 identicon

Þó svo að sumir feður nenni ekki að hugsa um börnin sín nema endrum og sinnum þá eiga þeir sem nenna því ekki að líða fyrir það.

Þórey Birna (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 8556

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband