Færsluflokkur: Bloggar
1.11.2007 | 12:42
Lostafull reiðhjólaást
Á forsíðu 24 stunda í gær var smáfrétt. Þar var fjallað um breskan náunga sem var settur á lista kynferðisbrotamanna þar í landi fyrir að hafa mök við reiðhjól. Hann á að hafa skakast á reiðhjóli með lostafullum hætti inni á hótelherbergi sínu á hóteli einu. Starfsfólk hafði gengið inn á hann og orðið vitni að ósköpunum. Ég hugsaði út í nokkur atriði varðandi þetta:
1. Er eitthvað saknæmt við að hafa kynmök við dauða hluti?
2. Er ekki betra að hann hjakkist á reiðhjóli frekar en að misnota lifandi fólk?
3. Er þá ekki meirihluti karlmanna kynferðisafbrotamenn? Hefur ekki stór hluti karlmanna skakast á dauðum hlutum með lostafullum hætti?
4. Hvað með konur sem hafa kynferðislegan losta af reiðhjólahnökkum? Ætti ekki að setja þær á lista yfir kynferðisafbrotamenn?
5. Starfsfólk hótelsins, ætti það ekki að skammast sín fyrir að ganga inn á manninn? Og geta ekki þagað yfir sjálfsfróun hans?
Bara svona pæling......ekki það að ég hafi ást á reiðhjólum - þótt einhvern tímann um tvítugt hafi ég skartað einkanúmerinu BMX á bifreið minni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 00:07
Sjálfmiðaður þingmaður úr Fjallabyggð
Frasinn "að vera sjálfmiðaður" rifjaðist upp fyrir mér fyrir nokkrum dögum. Það var einungis vegna þess að ég las bloggsíðu Birkirs Jóns Jónssonar þingmanns kjördæmis míns.
Þar lýsir hann sjúkdómnum sykursýki og að hann hafi greinst með sjúkdóminn. Þar af leiðandi hafi hann meðal annars farið í heilsuátak með einkaþjálfara í World Class. Góðra gjalda vert. Uppgötvaði hann að eigin sögn mikilvægi þess að vera við góða heilsu. Orð hans leiddu að því í kjölfar uppgötvunar hans, að honum finndist jafnvel sem ríkið ætti að taka þátt í kostnaði fólks af heilsurækt. Þetta kalla ég að vera sjálfmiðaður.
Í annarri bloggfærslu tilkynnti hann okkur um að hann hefði alla tíð verið íhaldssamur um hvort leyfa ætti innflutning á nýju kúakyni. Svo segir hann "Ég hef styrkst í þeirri afstöðu minni eftir að mér barst tölvupóstur í gær þar sem mér var tjáð að í íslensku mjólkinni séu efni sem minnka hættuna á að fólk fái sykursýki 1, efni sem ekki er að finna í norsku mjólkinni." Þetta kalla ég líka að vera sjálfmiðaður.
Utan það að rætt var aðallega um innflutning á sænsku kúakyni. Ekki það að ég ætlist til þess að Birkir Jón fylgist með umræðunni betur en þetta - þar sem hann er hvorki af norskum né sænskum ættum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 18:49
Ég var kallaður Fjarðarbyggðarmaður
Endurskoðuð bloggfærsla!
Nú á ég við það vandamál að etja að Fjarðarbyggðarmenn kalla mig héraðsmann, og suðurfjarðarmenn kalla mig fjarðabyggðarmann. Ég virðist þannig vera staddur milli hreppa.
Bloggar | Breytt 3.11.2007 kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 11:36
Spilling komin í tísku, finnst nú á Austfjörðum
Það er ekki oft sem orðin SPILLING og SJÁLFTAKA heyrast í ausfirskum sveitarstjórnarmálum. En nú er orðin breyting á. Það er nú svosum ekkert gleðiefni að þessi tíska sé loksins komin hingað Austur.
Björgvin Valur súperbloggari hefur nú ýtt af stað bjargi SPILLINGARINNAR og bloggar um bæjastjórnarmann sem fékk 60 þúsund krónur í styrk frá eigin bæjarfélagi.
Ég ætla nú svosum ekki að úthrópa þennan forseta bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, því mér finnst 60 þúsund kall bara allt of smá upphæð til að verða úthrópaður maður SPILLINGARINNAR í kjölfarið.
Held að maðurinn hefði átt að hugsa málið aðeins betur áður en hann sótti um styrkinn - er þess virði fyrir hann að fá límt á sig frímerki spillingarinnar fyrir 60 þúsund kall?
Fyrir 60 þúsund fæst þvottavél á tilboði eða áskrift að Stöð2 og Sýn í eitt ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 01:18
Tapið gegn Liechtenstein var þá sigur eftir allt saman
Það virðist vera sem stærsta skref landsliðsins í langan tíma hafi verið að tapa 3-0 gegn Liechtenstein. Það varð þó allavega til þess að Eyjólfur fær ekki endurnýjaðan samning við KSÍ, það er stóri plúsinn. Hefði íslenska landsliðið slysast til að vinna leikinn, hefði KSÍ allt eins verið líklegt til að endurnýja samning Eyjólfs - og það hefði verið feigðarför. Stærsta martröð íslenska landsliðsins hin síðari ár virðist því vera að breytast í eitthvað jákvætt.
Til hamingju Ísland.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 12:14
Ég fékk synjun - fæ ekki að kaupa í REI
Þættinum hefur borist tölvupóstur frá Orkuveitur Reykjavíkur, birtur í heild:
Viljirðu afla þér frekari upplýsinga eða skýringa er velkomið að hafa samband við undirritaðan eða starfsfólk Reykjavik Energy Invest.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 23:07
Fylgni milli aukinnar líkamsfitu minnar og Hálslóns
Þessa frétt staldraði ég við í gærkvöldi þegar ég heyrði hana í sjónvarpinu. Ég hjó sérstaklega eftir þeirri staðreynd sem Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur varpar fram: "Fylgni er milli jarðhræringa á svæðinu og fyllingar Hálslóns."
Og svo segir hann í frétt á visi.is: "Hann segir að tengsl séu á milli fyllingar Hálslóns og skjálftanna við Upptyppinga því að skjálftahrinan hafi farið af stað þegar Hálslón við Kárahnjúka tók að fyllast."
Og enn frekar "Páll sagði að ekki væri búið að útiloka að Hálslón hefði haft áhrif á skjálftavirknina við Upptyppinga. Vottur af fylgni væri á milli vatnsborðsins í lóninu og skjálftavirkninnar við Upptyppinga. Hins vegar skorti alveg eðlisfræðilega skýringu á því hvernig á því ætti að standa." !!
Samkvæmt þessu vantar EÐLISFRÆÐILEGAR skýringar á fylgni milli fyllingar Hálslóns og skjálftavirkni á Upptyppingum. Það EKKI vitað hvort þetta tengist!
Samkvæmt mínum útreikningum er jafn mikil fylgni milli aukinnar LÍKAMSFITU minnar og fyllingu Hálslóns! Ég byrjaði að fitna þegar Hálslón tók að myndast. Ég á bara eftir að finna EÐLISFRÆÐILEGA skýringu á tengslunum!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2007 | 16:43
Fréttablaðið með fréttirnar áður en þær gerast
Það er því ekki úr vegi að rifja upp fræga setningu fyrrverandi veðurfræðings sem sagði: Sögur af andláti mínu eru stórlega ýktar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2007 | 13:53
HÁTÆKNISJÚKRAHÚS - "bara flott orð"
Ég lenti á svokölluðu GÁFUMANNALEGU tali við læknir, tal okkar var í gáfulegri kantinum og ræddum við heilbrigðismál á landsbyggðinni á mjög gáfulegan hátt. Þessi læknir hefur m.a. starfað í nútímalegum og stórum spítala í hinni stóru Evrópu.
Við vorum sammála um að HÁTÆKNISJúKRAHÚS væri einhvert snjallasta orð sem fundið hefur verið upp. Þegar ákveðið var að henda 60 milljörðum í endurbyggingu Landspítalans, þá var fundið upp nýtt orð - HÁTÆKNISJÚKRAHÚS, sem er bara flott orð yfir NÚTíMASJÚKRAHÚS. Gagnrýnislausir fjölmiðlamenn stóðu á tröppunum á stjórnarráðinu - og hugsuðu með sér "vóó, hátæknisjúkrahús!" Algjörlega gagnrýnislaust.....Samkvæmt gáfumannlegri kenningu okkar þá var umræða um málið kæfð með þessu eina orði - þ.e. Hátæknisjúkrahús.
Þessi gáfulegi læknir hafði áhyggjur af því að á Íslandi yrði bara EINN spítali í framtíðinni búinn nútímatækni. Hann varpaði þeirri gáfulegu hugmynd fram að klipið yrði af fjárveitingum til Landspítalabyggingar, klipið af fjármagn til uppbyggingar spítala á Vestfjörðum, spítala á Norðurlandi, spítala á Austurlandi og spítala á Suðurlandi. Mér fannst þetta GÁFULEGT. Restin af peningunum eða svona 40 milljarðar taldi hann GÁFULEGT að nota til endurbyggingar Landspítalans sem er ágætlega búinn spítali.
Þetta töldum við að myndi bæta öryggi sjúklinga í heimabyggð. Minnka sjúkraflug. Öflugt þekkingarfólk kæmi til starfa úti á landi. Þannig yrði stuðlað að samfélagi þar sem menntunarstig myndi aukast, og þjónasta eflast.
Gáfumannalegt tal okkar hélt svo áfram í nokkra klukkutíma, ræddum við ekkert fleira GÁFULEGT
En er betra að öll heilbrigðisþjónusta landsins sé stödd við Hringbraut? Veit einhver hvað Hátæknisjúkrahús er?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 11:05
Hvað er fallegur foss?
Á visir.is segir að yfirfall úr Hálslóni við Kárahnjúka myndi FALLEGAN foss! Það er greinilegt að misjafn er smekkur manna. Ég ætla að dæma þennan foss LJÓTANN hér og nú. Að öðru leyti er fréttinn á Vísi útdráttur úr fréttatilkynningu Landsvirkjunar um að Hálslón sé fullt.
En það var FALLEGT á Egilsstöðum í gærkveldi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
Af mbl.is
Innlent
- Vill svipta erlenda brotamenn ríkisborgararétti
- Par vann myglumál fyrir héraðsdómi
- Inga Sæland vandar fjölmiðlum ekki kveðjurnar
- Líneik í stjórnendastöðu hjá Fjarðabyggð
- Hvar var embættismaður ríkisins í öll þessi ár
- Bjartsýni mín hefur minnkað síðustu daga
- Tveir unnu tæpa milljón í Víkingalottó
- Eiturefni lak um gólf Háaleitisskóla
- Aldrei færri notað ljósabekki
- Lagði á flótta eftir árekstur og grunaður um ölvun