Færsluflokkur: Bloggar
19.10.2007 | 12:44
390.000 var stolið af mér - óskast skilað
Þátturinn hefur reiknað út hvað það hefði að segja það sem af er þessu ári ef vísitala neysluverðs til verðtryggingar væri reiknuð ÁN húsnæðisverðs, eins og annars staðar í Evrópu.
Á 15 milljón króna húsnæðisláni hefði hófuðstóllinn hækkað um 210 þúsund það sem af er þessa árs, ef húsnæðisverð væri ekki tekið til verðtryggingar.
Á 15 milljón króna húsnæðisláni hefur höfuðstóll hækkað um 600 þúsund það sem af er árinu.
Þetta er verðmunur upp á 390 þúsund krónur, og samkvæmt skoðun Einars K. Guðfinnssonar, eru bankarnir hreinlega búnir að stela þessum peningum af mér, með aðstoð Hagstofunnar.
Ég VILL fá þetta tilbaka!!
Það hlýtur að vera alvarlegt ef verið er að hirða tugi milljarða af íslenskum neytendum á þennan hátt!!!!!! Treysti á að Einar K. Guðfinnsson taki þetta upp í ríkisstjórninni ásamt Jóhönnu Sigurðardóttir - sem allra mest hefur talað illa til verðtryggingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.10.2007 | 15:31
Sigurður K(L)ári vill hafa þetta svona:
Svona væri kannski hægt að blogga eftir 2 ár ef Sigurður K(L)ári fær að ráða:
17. júní 2009
Var að koma úr Bónus, keypti mér eina kippu af Euroshopper bjór og eina Bónus rauðvín framleidda af 7 ára börnum í Xong héraði í Kína. Í DVD rekkanum rakst ég svo á rosa klámmynd með Jennu Jameson sem ég keypti á hörkutilboði. Við kassann rakst ég svo á Valíum og sterkt Íbúfen sem Actavis er með á sérstöku kynningartilboði, skellti mér á það líka. (morfínið var uppselt)
Þegar ég kom út var þar blaðsölustrákur sem seldi mér nýjasta eintakið af DV, með myndum af forsætisráðherranum í sturtu að raka á sér sportröndina, fékk í kaupbæti 1 gramm af eðalgrasi frá Jamaíku.
Gott hve samfélagið er orðið frjálst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 15:29
Sigurður K(L)ári
Það eru samþykkt rök að -> aukið aðgengi að léttvíni og bjór eykur neyslu! Áfengi er vanabindandi, því meira magns sem neytt er, því meiri líkur á að fleiri ánetjist og verði háðir áfengi.....er það ekki?
Eftirfarandi vandamál fylgja óhóflegri áfengisneyslu:
Geðsjúkdómar
Heimilisofbeldi
Hjartaáföll
Örorka
Umferðarslys
Sjálfsmorð
Almenn slys og óhöpp
Endilega að auka þetta aðeins SIGURÐUR K(L)ÁRI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 12:35
Músin farin að naga kistulok Villa
Ég heyrði ekki betur en litla músin, Gísli Marteinmn, hefði notað fyrsta tækifærið til að naga líkkistu Gamla Góða Villa á Rás 1 í morgun.
Litla músin var spurð að því hvort honum þætti málflutningur Gamla góða trúverðugur. Og hann sagði "Hann verður að svara fyrir það." Í svarinu lá í línunum að honum þætti málflutningurinn ekki trúverðugur og líklega segði Villi ósatt um samskipti sín við Hauk í horni og Bjarna Ármanns.
Það er ljóst að Gísli Marteinn og félagar í borgarstjórnarflokknum hafa ekki einungis grafið Villa gröf, smíðað kistunua, auglýst jarðarför og fengið Binga prest til að jarðsyngja hann. NEI, Lilli klifurmús hefur grafið sér músarholu að kistulokinu og er byrjaður að naga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 22:42
14 ára raði áfengi í hillur? Hvernig verður þetta?
Hvað þætt þér um það ef 14 ára sonur þinn fengi sér vinnu í ÁTVR, eða ynni í bónus við að raða bjór og léttvíni í hillur?
Í Bónus á Egilsstöðum vinna börn, samkvæmt nýlegri úttekt Vinnueftirlitsins. Á kassann fæst helst ekki eldra fólk en 16 ára. Eiga þessar krakkar að afgreiða áfengi eftir nokkra mánuði? Íhaldssemi í sölu áfengis er líklegast eina skynsama leiðin í augnablikinu.
Á ég að trúa því að tvítugt fólk muni raða í hillur og afgreiða á kössum Haga og Kaupáss?
Ef til vill væri hægt að gefa vínsölu frjálsa í sérstökum vínbúðum. Að allir gætu opnað sína eigin vínbúð að uppfylltum skilyrðum. Þá héldist vín og matvara aðskilin. Þá héldust börn og áfengi frekar aðskilin. Þá væri einkaleyfi ÁTVR á vínsölu afnumið. Þá gæti Ríkið hætt að selja áfengi og bara hirt af því skatta.
Hvernig væri það? Ég er bara ekki viss um að rétt væri að selja vín og bjór í Bónus, Hagkaupum og Kaupfélaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2007 | 18:04
Ég fékk flugferð
Ég fór í smá flugferð á föstudaginn með félaga mínum Jón Agli Sveinssyni, sem oft á tíðum flýgur með ljósmyndara og hreindýraskyttur um héraðið. Hann flaug með mig yfir Kárahnjúka og Eyjabakka og sýndi mér framkvæmdir LV. Það var soldið spaugilegt að sjá Eyjabakkana sem umhverfisverndarsinnar "björguðu" í samanburði við annað land sem fer undir vatn með Keldurárstíflu og Ufsarstíflu. Að líta yfir svæðið sem þar fer undir vatn var alveg eins og að horfa yfir Eyjabakka.
Svo flugum við um Hengifoss sem er með hæstu frjálsu fallhæð íslenskra fossa....118metra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2007 | 17:13
No comment
Það er gaman að hlusta á "sérfræðinga" um knattspyrnu tala saman.
Fyrir stuttu heyrði ég Willum Þór lýsa einum leikmanni íslenska landsliðsins sem gríðarlega öflugum, hann hefði svo háan ÞREKSTUÐUL. Þetta er mjög merkileg setning sem þýðir að vera ÞREKMIKILL.
Að öðru leyti þá segi ég "NO COMMENT" um leik íslenska landsliðsins í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 19:31
Friðarsúlan upp - vopn lögð niður í stórum stíl
Stundum er gáfumannatal - ekki mjög gáfulegt tal. Þó lenti ég í gáfumannatali í hádeginu við sérlegan raftæknifræðing. Það sem hann hafði að segja var nokkuð gáfumannalegt.
Hann var að velta fyrir sér hvað Friðarsúlan hefði eiginlega kostað. Hann var ekki viss um að kastararnir og steypuklumpurinn utan um þá væru stærstu kostnaðarliðirnir. Aðallega var hann viss um að spennan sem þarf til að knýja kastarana jafnist á við spennu fyrir um 200 íbúðir. Það væri því ekki nema á bilinu 600-900 þúsund sem orkan kostar á mánuði fyrir friðarsúluna.
Aðallega spáði hann í hvernig spennan væri útveguð út í Viðey fyrir súluna. Hann var viss um að kapallinn fyrir Viðey væri ekki nógu stór fyrir alla þessa orku. Það hefði pottþétt þurft að leggja nýjan kapal til Viðeyjar til að svala orkuþörfinni. Nýr kapall til Viðeyjar gæti kostað 20-30 milljónir króna ef tal okkar hefur verið gáfumannalegt.
En svo sagði hann: " En ég meina, þetta er Friðarsúla - hún má kosta hvað sem er! Er fólk ekki að leggja niður vopn í stórum stíl út af þessu núna út um allan heim? "
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 12:23
Ó - friðarsúlan
Það er táknrænt að seinasta embættisverk Vilhjálms sem borgarstjóra hafi verið að vígja Friðarsúluna í Viðey. Spurning hvort hún sé Ó - friðarsúla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 21:06
Gísli Marteinn er Júdas - Villi var krossfestur
Gísli Marteinn hóf árás gegn Vilhjálmi - sem endaði með dauða hans ( Villa ) Vilhjálmi verður ekki stætt á því úr þessu að verða leiðtogi Sjálfstæðismanna í borginni í næstu kosningum. ALDREI.
Það var aumkvunarvert að fylgjast með Gísla standa við hlið Villa í dag, og tala um óheilindi Björns Inga. Óheilindi Gísla Marteins gagnvart Villa standa upp úr! Það voru þau óheilindi sem eyðilögðu meirihlutasamstarfið - ekki óheilindi Björns Inga.
Sú tilraun stjórnarandstöðunnar í borginni (sjálfstæðisflokksins) að standa saman úti á tröppum hjá Villa og þykjast standa saman var fyndin. Já fyndin. Eftir að borgarfulltrúar höfðu farið og klagað vonda Villa fyrir pabba (Geir Haarde) Bara fyndið.
Þar stóð Júdas (Gísli Marteinn) við hlið Jesú (Villi), sem var krossfestur í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar