Færsluflokkur: Bloggar
11.10.2007 | 14:07
Æ Frumlegri tölvupóstar berast
Í gegnum tíðina hef ég margsinnis fengið tölvupóst frá allskyns "afríkuglæpamönnum" sem bjóða ótrúlegar greiðslur fyrir talsvert skrítin viðvik.
Þennan póst fékk ég í dag. Hann er einn af þeim frumlegri sem ég fengið.
From Mrs Joy Egaekweri
Dearest One,
Permit me to introduce my self, I am Mrs Joy Egaekweri, A citizen of Ajawfu, widow, and legitimate heir to the late former Minister of finance who was assassinated for been working with the ex-president Gnassingbe Eyadema.
I inherited a total sum of 14 million dollars from my late husband, The presure from my deceased husband's family for this money has compelled me to leave the FAMILY as i do not have a male Child as the custom demands. The money in queston is in a metallic trunk box deposited with a security and finance company in our nebouring country Cote d' ivoire under a secret arrangement as a family treasure not as money for securtiy resons.
This means that the security company does not know the content of this box that was shipped from TOGO to Cote d'ivoire under a diplomatic coverage.
My purpose of asking for your assistance lay down to the fact that, I don't want my late husband's family to be aware of the deposit, and the deposit statement of the box authorized the company to make this box avaliable for shipment on request only to my foreign bussiness representative, though unname.
Hence, I want you to contact the the security company as my bussiness partner / associate, after receiving the deposit information from me to enable the company release the consigment to you diplomatically, while I join you on the arrival of the box.
All you need to do is to help me contact the security company and introduce yourself as my bussiness partner /associate, requesting the shipment of the box to your address which you will provide.
And as soon as Diplomatic shipping agent approved the shipment and tell you the arrival date of the box then I will join you to give you 15% out of the total money instantly before I go on with the proposed investment in your domain provided is secured and investment friendly.
Please if you are interested and willing to represent me as my bussiness partner/associate kindly write me as soon as possible.
I awaits for your urgent response.
Best wishes
Mrs Joy Egaekweri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 22:55
Kosninga-jöfnunarsjóður
Ég man þá tíð, það er ekki ýkja langt síðan - það var í mars á þessu ári. Þá var gerður samningur milli ÍSÍ og menntamálaráðherra um ferðajöfnunarsjóð vegna íþróttaferða.
Ekkert hefur heyrst um framkvæmd samingsins síðan þá! Eftir hverju ætli sé verið að bíða? Réttara hefði verið að kalla sjóðinn Kosninga-jöfnunarsjóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 19:11
Ósk mín um að kaupa hlutabréf í REI
Ég hef sent eftirfarandi bréf til OR:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2007 | 18:59
ZERO tengsl - .
Ég óska hér með eftir að kaupa hlut í REI. Ég vill fá að kaupa á sama gengi og Bjarni Ármannsson, af því að daginn sem hann gekk til liðs við fyrirtækið voru hans tengsl þau sömu og mín, þ.e. ZERO.
Ég óska hér með eftir því að kaupa hlut í REI. Ég vill fá að kaupa á sama gengi og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, því tengsl mín við fyrirtækið eru þau sömu. Það er ZERO.
ZERO vegna þess að starfsmenn Orkuveitunnar sem sjá um að lesa á rafmagnsmæla, skúra, svara í síma og grafa skurði, hafa alls ekkert meiri rétt á kaupum í REI en ég. Ég verslaði nauðugur við fyrirtækið í mörg ár og vill fá sömu réttindi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2007 | 17:32
Óábyrgir bankar - baktryggðir af Seðlabankanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 23:06
Bingi 10 - Villi 0
Ég sá tvo menn í Kastljósinu í kvöld, annar hét Villi og hinn hét Bingi.
Villi stóð sig illa, og er lélegur lygari - gat ekki talað heiðarlega um hlutina og viðurkennt að hann var hafður undir af hinum borgarfulltrúunum.
Bingi stóð sig betur, og þorði allavega að segja hvaða skoðanir hann hefur, þótt þær kunni að vera rangar. Hann hafði þó sannfæringu, þótt hann hafi verið óvenju órólegur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2007 | 23:37
Frelsun dagsins?
Stundum er maður berskjaldaður og með opið hjarta. Þetta gerðist í dag þegar ég var viðstaddur 20 ára afmæli Fellaskóla og var að smella ljósmyndum.
Þá settist ég á gólfið fyrir framan sviðið með 6 og 7 ára börnum og hlustaði á eldri börn syngja "Sameinumst og Hjálpum þeim". Áður en ég vissi af var ég farinn að syngja með og vagga mér með börnunum meðan ég tók myndir. Skyndilega var ég farin að brosa út að eyrum og fannst allt fallegt.
TAKK - börnin bættu hjartalag mitt þegar síst skildi......
Skildi þetta vera frelsun dagsins?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 16:16
Feitt er brauð B.inga og Villa
Þetta er bara fyndið!
Nú leggur Orkuveitar Reykjavíkur upp í ferðalag með Hannesi Smárasyni og félögum í FL group. Áhættufjárfestum allra tíma. Orkuveitukarlarnir leggja undir fé almennings, meðan Hannes og félagar leggja undir sitt eigið fé.
Engin á eftir að deila á Hannes og félaga tapi þeir á fjárfestingunni, en hart verður deilt á Orkuveituna ef eitthvað klikkar.
Um mig fer nú kínverskur hrollur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 22:58
B.ingi fetar í úldin fótspor Halldórs Ásgrímssonar
Ég held að Björn Ingi sé að klúðra þessu og sé jafnvel að missa sig úldin fótspor Halldór Ásgrímssonar, áður en hann nær að feta í fótspor hans sem formaður Framsóknarflokksins. B.ingi virðist vera orðin gjörspilltur á sínu fyrsta ári sem borgarfulltrúi, áður en hann komst einu sinni á þing.
Nei hann er búinn að klúðra þessu - hann mun tapa formanns kosningunni gegn Guðna, svona ca. 35% 65%
Fótspor Halldórs voru alls ekki svo úldin þegar hann varð formaður Framsóknar, en urðu það hægt og rólega, smám saman með árunum fór almenningur að finna stækari og stækari ýldulykt af fótsporum Halldórs.
Fótspor B.Inga úldna ansi hratt, og lykta af spillingu og kunningjagreiðum - alltof snemma á pólítíska ferlinum. Þeir fersku vindar sem ég hélt hann bæri með sér, virðast svo bara vera kínverskt logn.
...hann gæti enn beygt af leið og valið aðra slóð til að ganga eftir en úldin fótsporin hans Halldórs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 22:33
Framleiða meira af koltvísýring en áli.
Mér var boðið í "smá" skoðunarferð um álver ALCOA í dag, eða öllu heldur þriggja tíma túr. Það var þokkalega fróðlegt.
Hins vegar vakti það sérstaka athygli mína - þegar þuldar voru yfir mig tölur að álverið blæs 1,4 tonnum af koltvísýring út í loftið fyrir hvert 1 tonn af áli sem það framleiðir. Út frá þessu ályktaði ég réttilega að álverið framleiðir 40% meira af koltvísýring en áli.
Það er hræðileg tölfræði.....annars var margt annað fróðlegt, merkilegt og tæknilegt - en þetta sló mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar