9.1.2008 | 09:53
Best að tala varlega núna
Það er aldrei að vita nema að Þorsteinn Davíðsson eigi eftir að dæma einhvern daginn í málum tengdum mér, þannig að það er betra að tala varlega. Allavega skilst mér að í hans ætt þá muni menn langt aftur í tímann. Ekki það að ég eigi von á málshöfðun, en maður veit aldrei sína framtíð alla.
Þess vegna ætla ég ekkert að tala um Þorstein Davíðsson.
Hins vegar fannst mér málflutningur Sigurðar Kára í Kastljósinu fyrir neðan allar hellur. Um mig fór einskonar kjánahrollur þegar hann lýsti embættisveitingu ráðherra síns sem vel ígrundaðri og faglegri. Púff. Sé eitthvað óhæft í þessu öllu saman, þá er það rökflutningur Sjálfstæðismanna.
Þegar ég hlusta á þennan dreng, bíð ég eftir að Sigurður Kári klári og hætti að tala.
Svo var þessi Sigurður Kári efnilegur á sínum tíma. Nú hefur hann hvað eftir annað látið senda sig í Kastljósið og á Rás 2 sem skósvein órökstyðjanlegra ákvarðana. Verður Sigurður Kári skósveinn vafasamrar ákvörðunartöku á Sjálfstæðisflokknum í mörg kjörtímabil í viðbót? Hefur hann ekki vit á því að benda á einhvern annan til að taka við? Er hann lægst "rankaður" í þingflokknum og þarf að taka þetta að sér?
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.