23.11.2009 | 19:36
Ekkert vitað um áhrif bólusetningar
Ég hef ákveðið að fara ekki í bólusetningu gegn svínaflensu. Ástæðan er sú að mér hefur ekki verið sýnt fram á að flensan sé skeinuhættari en aðrar inflúensur. Í Svíþjóð er talið að jafnmargir hafi látist úr veikindum sem telja má til eftirkasta bólusetningar eins og úr flensunni sjálfri. Látnir í báðum tilfellum eru sjúklingar í áhættuhópi með undirliggjandi sjúkdóma, og eru því veilir fyrir.
Samkvæmt mínum upplýsingum af rannsóknarstofu sjúkrahúss í Munchen hvar tengdafaðir minn starfar, þá eru yfirgnæfandi líkur á að um manngerða inflúensu sé að ræða. Sem ætti ekki að koma neinum á óvart sem lesið hafa um svínaflensuna í erlendum fjölmiðlum. Bóluefnið hafa félagarnir á rannsóknarstofunni einnig rannsakað í þaula, og telja það ekki innihalda neitt það sem hættulegt getur talist umfram önnur bóluefni - utan það að geta valdið veikindum sem eru ekki stórt vandamál fyrir heilsuhraust fólk.
Undarlegast er hversu íslenska landlæknisembættið hefur beitt sér harkalega í að sem allra flestir skulu verða bólusettir gegn flensunni - rétt eins og sjálfur Svartidauði væru mættur á svæðið. Embættið hefur markvisst gert lítið úr efasemda- og gagnrýnisröddum á bólusetninguna - án þess að hafa nokkuð í höndunum sem styður málstaðinn. Málið er að ÞAÐ ER EKKI VITAÐ. Embættið hefur ekki getað stutt sig við nein töluleg gögn í málflutningi sínum - að eins flutt harða skoðun. Svona eins og til að réttlæta innkaup mörghundruðmilljón króna bólusetningarskammti.
....en já ég ætla semsagt að taka áhættuna á að fá flensu í nokkra daga, frekar en að verða veikur af bólusetningu í nokkra daga. Enda er ég nokkuð heilsuhraustur og þarf ekki að hafa stórar áhyggjur.
Um 6000 bólusettir í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Utan Austurlands
Austfirskur
Austfirskt
- Framleiða ál í Reyðarfirði
- Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar spila í 1. deild
- Höttur Handbolti Höttur spilar í 1. deild
- Höttur Knattspyrna Höttur spilar í 2. deild
- Austurlandið.is Það sem Austfirskt er í fréttum.
Bloggvinir
- Bjarni Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Blog-andinn Eyvar
- perla voff voff
- Birkir Jón Jónsson
- Guðmundur Bergkvist
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Kristborg Bóel Steindórsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
Af mbl.is
Íþróttir
- Bílslysið hefði klárlega getað endað mun verr
- Sóknarmaður til Liverpool?
- Eignast hlut í félagi en spilar enn
- Chelsea og Lyon í átta liða úrslit
- Náði sínum besta árangri á ferlinum
- Óstöðvandi í Meistaradeildinni
- Valur á botninum eftir tap á Hlíðarenda
- Endurkomusigur Íslandsmeistaranna gegn nýliðunum
- Þór lagði nýliðana
- Getum lært ýmislegt af Palestínu
Athugasemdir
Geturðu vitnað í heimildir með það sem þú segir um tilfellin í Svíþjóð, að menn hafi látist vegna bólusetningar þar?
Nefnir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 21:18
Svárnir eru eitthvað að þumbast við að viðurkenna ekki að dauðsföllin megi rekja til bólusetningarinnar...en það er nú bara regla frekar en undantekning að slíkt sé ekki viðurkennt fyrr en í fulla hnefana...þannig að eflaust verður það seint ef nokkurntíman staðfest eins og venjulega.
SeeingRed, 23.11.2009 kl. 21:59
Hér er linkurinn hvar ég las um þetta Svíamál. http://www.taz.de/1/zukunft/wissen/artikel/1/vier-tote-nach
Einar Ben Þorsteinsson, 23.11.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.