Ósiðlegir og löglegir, tvöhundruðföld árslaun

William þessi Fall var staddur í Kastljósi í gærkveldi. Þar var augljóslega hægversklega gengið fram í gagnspurningum, enda kunna íslenskir spyrlar ekki að spyrja gagnrýninna spurninga á öðru tungumáli en íslensku, ef þeir kunna það á annað borð.

 Þar útskýrði þessi Fall, að fall Straums var erfitt. Að hann lætur lagaleg sjónarmið ráða ferðinni og gerir lagalegar kröfur. Hann bendir einnig á að augljóslega eru siðferðileg álitaefni einnig til staðar, en útskýrir hann tekur ekki afstöðu til siðferðis - aðeins lagalegs réttar.

 Á þessari hugsanabrenglun er íslenska útrásin byggð. Bankamenn, lögfræðingar og endurskoðendur - sem aðeins líta til lagalegra sjónarmiða, ekki siðferðislegra. Kjörorð þeirra gætu allt eins verið: "ÓSIÐLEGT, svo lengi sem það er löglegt."

Fall er þess vegna enn á villigötum, og hefur höfðað mál gegn slitastjórn bankans sem fór á hausinn undir hans stjórn. Upphæðin sem hann vill fá nemur TVÖHUNDRUÐ-földum árslaunum mínum. Falleg þóknun það, fyrir að tapa peningum.


mbl.is Gefur launin til góðgerðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að mínum dómi er enskukunnátta fréttakonunnar  í umræddu viðtali mun betri en við eigum að venjast hjá spyrlum sjónvarpsins.Raddblær hennar og kurteisislegt viðmót við gesti þáttarins virðist líka oft skila betri árangri en hin "harðari" viðtalsform sem margir spyrlar hafa tamið sér. Hún virðist líka betur undirbúin fyrir viðtöl  og betri hlustandi en mörg starfssystkinin og kannski eru "gagnspurningar" hennar því fleiri og betur tengdar svörum viðmælenda en gerist og gengur.

Í þessu viðtali fannst mér, hinsvegar, að spyrillinn hefði átt að leggja meiri árherslu á ákvörðun Fall´s um að leita úrskurðar dómstóla um lögmæti launakröfu sinnar. Fall segir í því sambandi (í lauslegri þýðingu) að "gerða samninga eigi að virða" og að "fara eigi eftir bókstaf laganna" og kemur þar inn á hugtakið löghlíðni sem er að verða sumum okkar framandi og hefði þessvegna kannski þurft nánari útskýringa við í viðtalinu.

Ég fæ ekki betur séð en að Fall, í þessu viðtali, geri skíran greinarmun á löglegri og siðferðislegri ábyrgð. Ábyrgð samkvæmt lögum leggur hann fyrir dómstóla en siðferðislegan úrskurð fellir hann sjálfur með því að ætla launagreiðslurnar sem hann kynni að fá til góðgerðastarfsemi á Íslandi. (Spyrillinn spurði því miður ekki hvaða góðgerðamál hann vildi styðja.)

Þetta eru nú bara mín viðbrögð við þessari athyglisverðu færslu. Kannski rétt að taka það fram að ég hef engra sérstkra persónulegra hagsmuna að gæta í þessu sambandi og þekki engan starfmann eða konu hjá Kastljósi né þennan "Fall guy" en ég gat ekki orða bundist því hér var komið inn á alvöru vandmál, þ.e.a.s. tengsl siðferðis og laga og hlutverk fjölmiðla í umræðum um þjóðmál.

Agla (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Sæl Agla, og takk fyrir athugasemdina. Get tekið undir það að spyrillinn er ágætlega enskumælandi. Hins vegar þótti mér gagnrýnar spurningar mega koma fram varðandi siðferðilega þáttinn. Hvernig getur það siðferðilega verið réttmætt að forstjóri fyrirtækis sem fer á hausinn fari fram á fleiri hundruð milljón krónur úr þrotabúinu á grundvelli launa og kaupréttarsamnings. Væri ekki siðferðislega réttast að þeir sem í raun og veru töpuðu fé - fái sem mest af því tilbaka, en ekki forstjóri sem átti "inni" ímyndaðar fjárhæðir sem hafa í raun aldrei orðið til. Verður krafa hans um að stórar kröfur erlendra eigenda skuldabréfa í Straumi rýrni vegna launakrafna réttmætari vegna þess að peningarnir renni síðar til óþekktra góðgerðarsamtaka?

Velti þessu einfaldlega fyrir mér, siðferðislegi þátturinn finnst mér ennþá vera að þvælast fyrir blessuðum "Fall guy".

Einar Ben Þorsteinsson, 24.11.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Ben Þorsteinsson
Einar Ben Þorsteinsson
talar frá Egilsstöðum

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 8491

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband